Dómadalsleið opin aftur

Hér má sjá hvar nýja vatnið sem myndaðist og varð …
Hér má sjá hvar nýja vatnið sem myndaðist og varð til þess að vegurinn varð ófær. Vegurinn hefur nú opnað aftur. Ljósmynd/Guðni Olgeirsson

Vegurinn um Dómadalsleið, sem var lokað fyrr í mánuðinum vegna þess að nýtt stöðuvatn myndaðist á svæðinu, er nú opinn aftur. Ekki þarf því að gera nýjan veg eins og til stóð heldur er hægt að keyra gamla slóðann. 

„Það er ennþá vatn á veginum en það er ekki varasamt lengur, ekki frekar en önnur vöð allavega,“ segir Haukur Pálmason, verkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, í samtali við mbl.is. Haukur segir vatnsstöðuna þó enn óvenjuháa en innan marka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert