Enn leitað að Heiðari Orra

Heiðar Orri sást síðast á sunnudagsmorgun.
Heiðar Orri sást síðast á sunnudagsmorgun.

Heiðar Orri Þorleifsson hefur enn ekki komið í leitirnar, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Hans hefur verið saknað síðan á sunnudaginn, 9. júlí.

Síðast sást til Heiðars á Gunnarsbraut þar sem hann var í heimsókn hjá vini sínum á  sunnudagsmorgninum. Þá var hann klæddur í svarta Adi­das-peysu, blá­ar galla­bux­ur, bláa húfu og rauða og hvíta Ree­bok-skó.

Heiðar Orri er fædd­ur árið 1986. Hann er um 170 sm, grann­vax­inn með blá augu. Hann er krúnurakaður og með rautt skegg.

Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Heiðars Orra eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444-1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert