Samkeppni á póstmarkaði

Bréfum hjá Íslandspósti hefur á umliðnum árum fækkað úr 60 …
Bréfum hjá Íslandspósti hefur á umliðnum árum fækkað úr 60 milljónum bréfa í 26 milljónir á ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ætla má að umtalsverður ávinningur skapist af samkeppni á sviði póstþjónustu sem getur leitt til vöruþróunar og nýsköpunar og nýjunga á póstmarkaði,“ segir í drögum að frumvarpi um póstþjónustu sem birt hafa verið á vefsíðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Þar er lagt til að einkaréttur ríkisins verði lagður niður. Tryggja á áfram alþjónustu við póstdreifingu um byggðir landsins þrátt fyrir þessar breytingar en því mun fylgja kostnaður sem getur hlaupið á hundruðum milljóna.

Í starfshópi sem fer yfir athugasemdir við frumvarpið er m.a. rætt um hugmyndir um að rafræn póstdreifing taki við af bréfasendingum hjá ríkinu að danskri fyrirmynd, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert