Þjónustuhús við Seljalandsfoss 300 fm

Deilt er um stærð þjónustushúss við Seljalandsfoss.
Deilt er um stærð þjónustushúss við Seljalandsfoss. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir ekki rétt sem fram komi í myndbandi Vina Seljalandsfoss að til standi að leyfa byggingu þjónustuhúss við fossinn, 2.000 fm að stærð og átta metra hátt.

„Það sem sveitarfélaginu gengur til er að tengja saman miðlægt bílastæði sem fjærst fossunum. Hugmyndin er að þar rísi 300 fm þjónustuhús í rekstri annarra en sveitarfélagsins,“ segir Ísólfur Gylfi.

Hann segir ánægjulegt að fólk hafi áhuga á hinu fallega svæði í kringum fossinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins hafi ekkert á móti söfnun Vina Seljalandsfoss, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Hann tekur fram að ekki standi allir eigendur landeigendafélagsins að Vinum Seljalandsfoss og aldrei hafi staðið til að byggja „eitthvert skrímsli“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert