500 manns hlaupa laugaveginn í dag

Laugavegshlaupið hefst í dag. Þar hlaupa keppendur 55 kílómetra frá …
Laugavegshlaupið hefst í dag. Þar hlaupa keppendur 55 kílómetra frá landmannalaugum að Þórsmörk. Methlaupatími er um 4 - 5 klukkustundir og spennandi verður að fylgjast með hverjir verða fyrstir í mark í dag. Ljósmynd/maraþon.is

Laugavegshlaupið var ræst í 21. sinn klukkan í Landmannalaugum í morgun. Þátttakendur eru rúmlega 500 talsins, helmingurinn Íslendingar og helmingurinn erlendir gestir af 31 mismunandi þjóðerni.

Fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að von sé á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan 13:00 og 14:00 en met hlauptími á þessari vinsælu gönguleið eru tæpar fjórar klukkustundir í karlaflokki og fimm klukkustundir í kvennaflokki.

Meirihluti þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í ár hafa aldrei hlaupið það áður. Er þetta mikil þolraun því hlauparar þurfa í síðasta lagi að vera komnir í Álftavatn á innan við fjórum klukkustundum og í Emstrur á innan við sex klukkustundum.

Samkvæmt veðurspá má búast við einhverjum mótvindi, smá rigningu en björtu veðri á köflum án þess að hitinn eigi að vera hlaupurunum til vandræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert