Drag „búst fyrir sálina“

Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft.
Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft. Ljósmynd/Joel Andersson

„Þetta er búst fyrir sálina,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, viðburðarstjóri hjá Loft, um listformið drag. Að sögn Rakelar hafa mánaðarleg dragkvöld á Loft slegið í gegn síðan þau voru fyrst haldin síðustu áramót. Á kvöldunum mætast erlendar dragdrottningar í fullu starfi og íslenska dragsenan. Kvöldin eru hugsuð fyrir alla og hvetur Rakel fólk til að koma með mömmu og pabba.

Frelsið til að vera hver sem er

Upprunalega kemur orðið drag úr ensku, sem stytting á „dressed as a girl“. Drag er þó mun flóknara en það í dag og er bæði skemmtanaform og listform. Það getur verið af alls konar gerðum og er algjörlega óháð kyni.

Rakel segir drag snúast um frelsið til að vera hver sem maður vilji vera á þeirri stundi. „Þetta er búst fyrir sálina. Við getum verið ótrúlega glam eða ekki, verið karlmaður, verið kvenmaður, verið alls konar form af okkur,“ segir Rakel.

Manneskjan sé margbreytileg og það endurspeglist í dragi. „Við erum svo flókin, mannfólkið, og við eigum ekki að vera bara ein manneskja. Við erum margar manneskjur, og það er svo gaman að sjá það í dragi.“

Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði ...
Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði frumsamda tónlist sína. Ljósmynd/Joel Andersson


Dragdrottning í fullu starfi

Á hverju kvöldi kemur fram ein erlend drottning, sem er oftast bresk. „Þær koma í hálfgerðar sólarhringsferðir. Þær koma, mæta á giggið og fara svo aftur til London, því allar þessar dragdrottningar eru í fullu starfi!“ segir Rakel.

Hún nefnir sem dæmi að síðasta dragdrottningin, sem kom fram síðasta miðvikudag, Virgin Xtravaganza, hafi í beinu framhaldi haldið sýningu í London í gær. Því næst hafi hún komið fram í Bristol í kvöld og verði í Portúgal á morgun. „Þetta er massadagskrá hjá þessum dragdrottningum,“ segir Rakel.

Hugmyndin kviknaði í Brighton

Rakel Mjöll fékk hugmyndina að dragkvöldunum í námi í Brighton. Þar hafi hún kynnst breskri dragmenningu. „Ég hafði farið á dragsýningar áður en ekkert á við þetta,“ segir Rakel. Þrír bekkjarbræður Rakelar eru svo dragdrottningar og hugmyndin að kvöldunum á kviknaði í samtali þeirra á milli. Síðan hafa þeir allir komið fram á Loft.

Rakel segir meginhugmyndina bakvið viðburði á Loft vera að viðburðirnir séu fyrir alls konar fólk. „Það er frítt inn, fyrir alla aldurshóp og fullkomið hjólastólaaðgengi. Viðburðirnir eiga bæði að vera fyrir minnihlutahópa en samt ekki. Þetta er staður fyrir alla. Það er mikilvægt að öllum líði vel og séu velkomnir.“

Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag ...
Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag til að dansa með henni. Þau tóku vel í það. Ljósmynd/Joel Andersson


Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu

„Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu og kjól,“ segir Rakel Mjöll. Hún segir að það geti verið svo margt, hver dragdrottning sé ólík, sérhæfi sig í ákveðnum hluti og leggi áherslur á mismunandi svið.

Íslenskar dragdrottningar hita upp fyrir erlendu drottningarnar. Þær koma oftast úr samvinnuhópnum Dragsúgi. Rakel segir að með því að sameina kvöldin mætist íslenskt drag og erlent.

Þannig geta ungar íslenskar drottningar kynnst dragdrottningum í fullu starfi og fengið innblástur. „Það er svo gaman fyrir alla sem eru í ákveðnum listum að sjá einhvern sem að gefur manni innblástur og er að vinna við þetta í fullu starfi. Þá hugsar maður: „Kannski get ég gert þetta líka“,“ segir Rakel.

Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum.
Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum. Ljósmynd/Joel Andersson


Falinn menningarkimi tekinn í sátt

Rakel segir að síðan kvöldin hafi byrjað hafi salurinn alltaf verið troðfullur. Hún fagnar því hvað þróunin í drag á Íslandi sé hröð og jákvæð. Hún segist hlakka til að sjá þróunina eftir ár.

Í salnum myndist svo frábært andrúmsloft, þar sem löngum falin menningarkimi er loksins tekinn í sátt. „Allir verða svo æstir á þessum kvöldum. Fólk syngur með og öskrar. Allir taka myndir af sér með dragdrottningunum. Þetta er svo mikil upplifun,“ segir Rakel.

Kærleikur í herberginu

Erlendu dragdrottningarnar sem hafa leikið listir sínar á Loft hafa lofað íslenska áhorfendahópinn. „Þær eru þakklátar fyrir að hafa komið til Íslands,“ segir Rakel. Hún segir að í fyrstu viti þær ekki við hverju eigi að búast, enda ekki oft bókaðar til Íslands. „Svo mæta þær og þær vilja allar koma aftur,“ segir hún.

Rakel hvetur alla til að koma á dragkvöldin og að mæta með mömmu og pabba. „Þetta á að vera fjölskylduskemmtun líka finnst mér,“ segir hún. Hún segir að áhorfendahópurinn hafi hingað til verið alls konar fólk sem eigi það sameiginlegt að vilja láta skemmta sér.

Næsta dragkvöld Loft verður miðvikudagskvöldið, 16 ágúst, en þá kemur fram dragdrottningin Crystal Lubrikunt.

mbl.is

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...