Drag „búst fyrir sálina“

Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft.
Virgin Xtravaganza var síðasta dragdrottningin sem kom fram á Loft. Ljósmynd/Joel Andersson

„Þetta er búst fyrir sálina,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, viðburðarstjóri hjá Loft, um listformið drag. Að sögn Rakelar hafa mánaðarleg dragkvöld á Loft slegið í gegn síðan þau voru fyrst haldin síðustu áramót. Á kvöldunum mætast erlendar dragdrottningar í fullu starfi og íslenska dragsenan. Kvöldin eru hugsuð fyrir alla og hvetur Rakel fólk til að koma með mömmu og pabba.

Frelsið til að vera hver sem er

Upprunalega kemur orðið drag úr ensku, sem stytting á „dressed as a girl“. Drag er þó mun flóknara en það í dag og er bæði skemmtanaform og listform. Það getur verið af alls konar gerðum og er algjörlega óháð kyni.

Rakel segir drag snúast um frelsið til að vera hver sem maður vilji vera á þeirri stundi. „Þetta er búst fyrir sálina. Við getum verið ótrúlega glam eða ekki, verið karlmaður, verið kvenmaður, verið alls konar form af okkur,“ segir Rakel.

Manneskjan sé margbreytileg og það endurspeglist í dragi. „Við erum svo flókin, mannfólkið, og við eigum ekki að vera bara ein manneskja. Við erum margar manneskjur, og það er svo gaman að sjá það í dragi.“

Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði ...
Íslenska dragdrottningin Mighty Bear hitaði upp fyrir Virgin. Hún spilaði frumsamda tónlist sína. Ljósmynd/Joel Andersson


Dragdrottning í fullu starfi

Á hverju kvöldi kemur fram ein erlend drottning, sem er oftast bresk. „Þær koma í hálfgerðar sólarhringsferðir. Þær koma, mæta á giggið og fara svo aftur til London, því allar þessar dragdrottningar eru í fullu starfi!“ segir Rakel.

Hún nefnir sem dæmi að síðasta dragdrottningin, sem kom fram síðasta miðvikudag, Virgin Xtravaganza, hafi í beinu framhaldi haldið sýningu í London í gær. Því næst hafi hún komið fram í Bristol í kvöld og verði í Portúgal á morgun. „Þetta er massadagskrá hjá þessum dragdrottningum,“ segir Rakel.

Hugmyndin kviknaði í Brighton

Rakel Mjöll fékk hugmyndina að dragkvöldunum í námi í Brighton. Þar hafi hún kynnst breskri dragmenningu. „Ég hafði farið á dragsýningar áður en ekkert á við þetta,“ segir Rakel. Þrír bekkjarbræður Rakelar eru svo dragdrottningar og hugmyndin að kvöldunum á kviknaði í samtali þeirra á milli. Síðan hafa þeir allir komið fram á Loft.

Rakel segir meginhugmyndina bakvið viðburði á Loft vera að viðburðirnir séu fyrir alls konar fólk. „Það er frítt inn, fyrir alla aldurshóp og fullkomið hjólastólaaðgengi. Viðburðirnir eiga bæði að vera fyrir minnihlutahópa en samt ekki. Þetta er staður fyrir alla. Það er mikilvægt að öllum líði vel og séu velkomnir.“

Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag ...
Mighty Bear dró upp á svið annað fólk í drag til að dansa með henni. Þau tóku vel í það. Ljósmynd/Joel Andersson


Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu

„Drag er ekki bara karlmaður í hárkollu og kjól,“ segir Rakel Mjöll. Hún segir að það geti verið svo margt, hver dragdrottning sé ólík, sérhæfi sig í ákveðnum hluti og leggi áherslur á mismunandi svið.

Íslenskar dragdrottningar hita upp fyrir erlendu drottningarnar. Þær koma oftast úr samvinnuhópnum Dragsúgi. Rakel segir að með því að sameina kvöldin mætist íslenskt drag og erlent.

Þannig geta ungar íslenskar drottningar kynnst dragdrottningum í fullu starfi og fengið innblástur. „Það er svo gaman fyrir alla sem eru í ákveðnum listum að sjá einhvern sem að gefur manni innblástur og er að vinna við þetta í fullu starfi. Þá hugsar maður: „Kannski get ég gert þetta líka“,“ segir Rakel.

Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum.
Virgin Xtravaganza sagðist vera í skýjunum yfir íslenskum áhorfendum. Ljósmynd/Joel Andersson


Falinn menningarkimi tekinn í sátt

Rakel segir að síðan kvöldin hafi byrjað hafi salurinn alltaf verið troðfullur. Hún fagnar því hvað þróunin í drag á Íslandi sé hröð og jákvæð. Hún segist hlakka til að sjá þróunina eftir ár.

Í salnum myndist svo frábært andrúmsloft, þar sem löngum falin menningarkimi er loksins tekinn í sátt. „Allir verða svo æstir á þessum kvöldum. Fólk syngur með og öskrar. Allir taka myndir af sér með dragdrottningunum. Þetta er svo mikil upplifun,“ segir Rakel.

Kærleikur í herberginu

Erlendu dragdrottningarnar sem hafa leikið listir sínar á Loft hafa lofað íslenska áhorfendahópinn. „Þær eru þakklátar fyrir að hafa komið til Íslands,“ segir Rakel. Hún segir að í fyrstu viti þær ekki við hverju eigi að búast, enda ekki oft bókaðar til Íslands. „Svo mæta þær og þær vilja allar koma aftur,“ segir hún.

Rakel hvetur alla til að koma á dragkvöldin og að mæta með mömmu og pabba. „Þetta á að vera fjölskylduskemmtun líka finnst mér,“ segir hún. Hún segir að áhorfendahópurinn hafi hingað til verið alls konar fólk sem eigi það sameiginlegt að vilja láta skemmta sér.

Næsta dragkvöld Loft verður miðvikudagskvöldið, 16 ágúst, en þá kemur fram dragdrottningin Crystal Lubrikunt.

mbl.is

Innlent »

Vill sætið sem Sigmundur skipar

12:55 Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október. Meira »

Vill fjórmenninga áfram í haldi

12:18 Fjórir Pólverjar, þar af einn búsettur á Íslandi, eru grunaðir um smygl á afmfetamínbasa til landsins. Lögreglan mun í dag fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Meira »

Mun ekki ljúka við 12 frumvörp

11:59 Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar gerir ekki ráð fyrir að ljúka við þau tólf frumvörp sem ríkisstjórnin var búin að samþykkja áður en kom til stjórnarslita. Meira »

Búist við stormi sunnantil

11:58 Kröpp lægð kemur upp að landinu í fyrramálið með hlýju lofti og miklum raka. Á Suðausturlandi mun rigna mikið á morgun frá morgni til kvölds. Á Austfjörðum verður regnið mest frá hádegi og fram á kvöld. Í öðrum landshlutum getur rignt talsvert þegar hitaskilin ganga norðvestur yfir landið. Meira »

Ekkert sjósund vegna saurlamengunar

11:49 Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi. Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir. Meira »

Fresta viðgerð á Herjólfi

11:42 Vandamál hafa komið upp með afhendingu varahluta í Herjólf og því verður viðgerð frestað til að tryggja siglingar til Vestmannaeyja eftir 30. september. Er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand, þannig að skipið hefji áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Meira »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Tveir staðnir að reykingum um borð

11:38 Tveir flugfarþegar urðu síðastliðinn sólarhring uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...