Flutti einn til Essex til að læra dans

Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, ...
Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, en fólki frá umboðsskrifstofum er boðið og margir fá tilboð um vinnu í framhaldinu. Ljósmynd/Fiona Whyte Photography

Hann dansaði á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Og fleiri spennandi verkefni munu efalítið koma í framhaldinu. Rúnar Bjarnason er í námi í Tiffany Theatre College í Bretlandi, en fólk leitar til skólans eftir dönsurum og söngvurum í ólíkustu verkefni.

„Ég er í „musical-theater“ skóla, þar sem ég læri dans, söng, leik og fimleika, en aðaláherslan er á dansinn, við lærum klassískan ballett, steppdans, hipphopp og fleiri dansstíla. Við erum aðeins hundrað nemendur við skólann, en fyrir vikið er mikil samheldni meðal okkar og ég hef eignast góða vini í hópnum. Þetta er dæmigerður breskur skóli þar sem er mikil reglufesta, við verðum að mæta hálftíma áður en skólinn byrjar á morgnana og við þurfum að vera í skólabúningum. Það er allt miklu frjálslegra í skólum hér á Íslandi,“ segir Rúnar Bjarnason sem allan síðasta vetur var við nám í listaskólanum Tiffany Theatre College, sem er í Essex, rétt utan við London.

Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi ...
Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi með dansfélaga sínum, Maríu Rán Högnadóttur.


Söng á íslensku í prufunni

„Þetta á upphaf sitt í því að ég var einn af þeim sex strákum sem valdir voru til að æfa dans í hálft ár fyrir aðalhlutverkið í Billy Elliot, en danskennararnir sem þjálfuðu okkur voru frá Bretlandi, Elizabeth Greasley og Chantelle Carey. Þær hvöttu mig til að sækja um í skólum í Bretlandi og ég gerði það. Ég sótti um í nokkrum skólum og fékk inngöngu í skólann þar sem Elizabeth er kennari,“ segir Rúnar sem þurfti að fara í prufur og sýna sig og sanna, syngja, dansa og leika fyrir kennarana.

„Ég söng á íslensku lag úr Billy Elliot-sýningunni og þurfti að semja sjálfur dansatriðið mitt. Þetta var mjög ögrandi verkefni en ég fékk að vita klukkutíma eftir inntökuprófið að ég hefði komist inn, það var æðislegt.“

Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 ...
Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 strákar eru í hópi 100 nemenda skólans. Rúnar situr fremst til hægri, með hljóðnema í hendi, enda var sungið í þessari danssýningu.


Fékk fullan námsstyrk

Rúnar hefur verið dansandi frá blautu barnsbeini, hann var aðeins þriggja ára þegar hann byrjaði að læra samkvæmisdans og keppti bæði hér heima og í útlöndum allt frá sex ára aldri. Nú er Rúnar 17 ára en hann var aðeins sextán ára þegar hann hélt út til Bretlands í fyrrahaust, nýbúinn að klára grunnskóla á Íslandi.

„Við erum ekki nema þrjú sem erum sextán ára í þessum skóla, hinir nemendurnir eru eldri, allir strákarnir eru yfir tvítugt, en það eru miklu fleiri stelpur en strákar í skólanum. Við erum aðeins tíu strákar af hundrað nemendum og fyrir vikið fá strákar frekar styrk til náms í skólanum en stelpur,“ segir Rúnar sem fékk fullan námsstyrk.

Rúnar og skólabræður á skólasýningu.
Rúnar og skólabræður á skólasýningu.


Líður vel hjá bresku fjölskyldunni sinni úti

Hann neitar því ekki að það hafi verið svolítið kvíðvænlegt að flytja einn til útlanda frá fjölskyldunni sinni. „Ég bjó hjá breskri fjölskyldu sem er frábær, en það var pínu skrýtið augnablik þegar ég opnaði í fyrsta sinn herbergið mitt þar sem ég átti að halda til í heilan vetur, þá varð þetta allt raunverulegt. Breska fjölskyldan mín vildi allt fyrir mig gera og bauð mér með sér hvert sem þau fóru, en ég var svo upptekinn í skólanum að ég komst ekki nærri alltaf með þeim,“ segir Rúnar sem var oft í skólanum í tíu til tólf tíma á dag.

„Auðvitað saknaði ég fjölskyldunnar minnar hér heima, en ég gat talað við foreldra mína í síma, svo þetta var ekkert mál.“

Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust.
Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust. mbl.is/Árni Sæberg


Foreldrar Rúnars, Perla Rúnarsdóttir og Bjarni Björnsson, segja það vissulega hafa verið erfitt að sleppa hendinni af 16 ára syninum þegar hann fór út, en gott samband var milli fjölskyldnanna, þeirrar bresku sem Rúnar bjó hjá úti og hans fólks hér heima. „Við vorum í stafrænu sambandi og heimsóttum hann líka. En erfiðast var að kveðja hann á lestarstöðinni í síðustu heimsókn okkar til hans, sem var skömmu eftir hryðjuverkaárásina. Sérstaklega af því að hryðjuverkum hefur fjölgað í Bretlandi og Rúnar hefur orðið var við meiri hryðjuverkaótta meðal fólks og aukna öryggisgæslu.“

Hundrað armbeygjur

Skólinn er í þeim hluta Essex sem heitir West Cliff, og Rúnar segir gott að búa þar.

„Þetta er nánast eins og Kópavogur, mjög notalegt og öruggt umhverfi, allt frekar einfalt og eiginlega ekki hægt að villast. Og auðvelt fyrir mig að fara þaðan til London þegar ég þurfti að fara þangað á æfingar um helgar.“

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg


Námið við skólann er tvö ár og hægt er að bæta við sig þriðja árinu ef fólk vill. Rúnar er ákveðinn í að fara aftur út í haust og ljúka seinna árinu, en hann ætlar að sjá til með þriðja árið.

„Fyrir mig var þetta eins og að stökkva út í djúpu laugina, ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. Ég vissi samt alveg hverju ég mætti búast við hjá Elizabeth, danskennaranum sem kenndi mér í Borgarleikhúsinu, hún er mjög ströng og hörð, lætur okkur stundum gera hundrað armbeygjur. Hún er rosaleg,“ segir Rúnar og bætir við að bæði Elizabeth og Chantelle hafi gert mikið fyrir íslenska krakka í dansinum, stór hópur íslenskra krakka hefur lært hjá þeim þegar þær voru á Íslandi, en það sé engin sambærileg kennsla hér á landi.

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi.


„Námið úti stóðst allar mínar væntingar og þetta var frábær vetur,“ segir Rúnar sem var auk þess í fjarnámi í ensku frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en segir það hafa verið nokkuð strembið að sinna því, þar sem hann kom oftast dauðþreyttur seint heim úr skólanum.

Langar að komast á skrá hjá öflugri umboðsskrifstofu

Rúnar lærir við skólann meðal annars „commercial“ dans, eða nútímadans, til dæmis street-dans, jazz, hipphopp og fleiri dansstíla sem mikið eru í tónlistarmyndböndum, auglýsingabransanum, sjónvarpi, kvikmyndum og á fleiri sviðum.

„Fólk leitar til skólans okkar eftir dönsurum í allskonar verkefni og ég er búinn að taka þátt í einu slíku, ég var að dansa á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Við fengum þetta verkefni í gegnum söngkennarann minn, Liam Lunniss, sem er mjög vinsæll „choreographer“ og er þekktur og virtur í söngheiminum,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi verið frábær upplifun. Hann er mjög spenntur fyrir þeim verkefnum sem hann á eftir að taka þátt í í framtíðinni.


„Mig langar að komast á skrá hjá stórri og öflugri umboðsskrifstofu, ég er spenntur fyrir einni sem heitir Skin London.“

Eldri bróðir Rúnars, Björn Dagur Bjarnason, fór í dansprufur í dansskólum í London á þessu ári og er nú kominn inn í einn slíkan, Wilkes Academy of Performing Arts, og hefur þar nám í haust.

Nánar um skólann hans Rúnars: www.tiffanytheatrecollege.com Sýning sem breskir skólar eru með til að kynna skólana sína: www.moveitdance.co.uk

Innlent »

Varúð hreindýr á veginum

07:34 Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.   Meira »

Allt að 12 stiga frosti spáð

06:58 Spáð er allt að 12 stiga frosti á morgun en bæði í dag og morgun er spá björtu veðri víða. Á laugardag gengur í suðaustan með slyddu og síðar rigningu. Meira »

Fleiri þúsund lítrar af vatni

06:44 Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautast úr brunahana sem brotnaði þegar próflaus ökumaður á allt of miklum hraða missti stjórn á bifreið sinni í Hafnarfirði í gær. Meira »

Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

06:37 Maður sem liggur undir grun um að hafa reynt að kyrkja unga konu fyrr í mánuðinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grunur er um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Meira »

Gögnum málsins eytt

06:17 Öllum gögnum úr máli Roberts Downey hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Leðursófi til sölu
Tveggja sæta leðursófi til sölu. Verð 15 þúsund. Staðsettning Grafarvogur. ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...