Flutti einn til Essex til að læra dans

Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, ...
Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, en fólki frá umboðsskrifstofum er boðið og margir fá tilboð um vinnu í framhaldinu. Ljósmynd/Fiona Whyte Photography

Hann dansaði á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Og fleiri spennandi verkefni munu efalítið koma í framhaldinu. Rúnar Bjarnason er í námi í Tiffany Theatre College í Bretlandi, en fólk leitar til skólans eftir dönsurum og söngvurum í ólíkustu verkefni.

„Ég er í „musical-theater“ skóla, þar sem ég læri dans, söng, leik og fimleika, en aðaláherslan er á dansinn, við lærum klassískan ballett, steppdans, hipphopp og fleiri dansstíla. Við erum aðeins hundrað nemendur við skólann, en fyrir vikið er mikil samheldni meðal okkar og ég hef eignast góða vini í hópnum. Þetta er dæmigerður breskur skóli þar sem er mikil reglufesta, við verðum að mæta hálftíma áður en skólinn byrjar á morgnana og við þurfum að vera í skólabúningum. Það er allt miklu frjálslegra í skólum hér á Íslandi,“ segir Rúnar Bjarnason sem allan síðasta vetur var við nám í listaskólanum Tiffany Theatre College, sem er í Essex, rétt utan við London.

Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi ...
Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi með dansfélaga sínum, Maríu Rán Högnadóttur.


Söng á íslensku í prufunni

„Þetta á upphaf sitt í því að ég var einn af þeim sex strákum sem valdir voru til að æfa dans í hálft ár fyrir aðalhlutverkið í Billy Elliot, en danskennararnir sem þjálfuðu okkur voru frá Bretlandi, Elizabeth Greasley og Chantelle Carey. Þær hvöttu mig til að sækja um í skólum í Bretlandi og ég gerði það. Ég sótti um í nokkrum skólum og fékk inngöngu í skólann þar sem Elizabeth er kennari,“ segir Rúnar sem þurfti að fara í prufur og sýna sig og sanna, syngja, dansa og leika fyrir kennarana.

„Ég söng á íslensku lag úr Billy Elliot-sýningunni og þurfti að semja sjálfur dansatriðið mitt. Þetta var mjög ögrandi verkefni en ég fékk að vita klukkutíma eftir inntökuprófið að ég hefði komist inn, það var æðislegt.“

Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 ...
Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 strákar eru í hópi 100 nemenda skólans. Rúnar situr fremst til hægri, með hljóðnema í hendi, enda var sungið í þessari danssýningu.


Fékk fullan námsstyrk

Rúnar hefur verið dansandi frá blautu barnsbeini, hann var aðeins þriggja ára þegar hann byrjaði að læra samkvæmisdans og keppti bæði hér heima og í útlöndum allt frá sex ára aldri. Nú er Rúnar 17 ára en hann var aðeins sextán ára þegar hann hélt út til Bretlands í fyrrahaust, nýbúinn að klára grunnskóla á Íslandi.

„Við erum ekki nema þrjú sem erum sextán ára í þessum skóla, hinir nemendurnir eru eldri, allir strákarnir eru yfir tvítugt, en það eru miklu fleiri stelpur en strákar í skólanum. Við erum aðeins tíu strákar af hundrað nemendum og fyrir vikið fá strákar frekar styrk til náms í skólanum en stelpur,“ segir Rúnar sem fékk fullan námsstyrk.

Rúnar og skólabræður á skólasýningu.
Rúnar og skólabræður á skólasýningu.


Líður vel hjá bresku fjölskyldunni sinni úti

Hann neitar því ekki að það hafi verið svolítið kvíðvænlegt að flytja einn til útlanda frá fjölskyldunni sinni. „Ég bjó hjá breskri fjölskyldu sem er frábær, en það var pínu skrýtið augnablik þegar ég opnaði í fyrsta sinn herbergið mitt þar sem ég átti að halda til í heilan vetur, þá varð þetta allt raunverulegt. Breska fjölskyldan mín vildi allt fyrir mig gera og bauð mér með sér hvert sem þau fóru, en ég var svo upptekinn í skólanum að ég komst ekki nærri alltaf með þeim,“ segir Rúnar sem var oft í skólanum í tíu til tólf tíma á dag.

„Auðvitað saknaði ég fjölskyldunnar minnar hér heima, en ég gat talað við foreldra mína í síma, svo þetta var ekkert mál.“

Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust.
Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust. mbl.is/Árni Sæberg


Foreldrar Rúnars, Perla Rúnarsdóttir og Bjarni Björnsson, segja það vissulega hafa verið erfitt að sleppa hendinni af 16 ára syninum þegar hann fór út, en gott samband var milli fjölskyldnanna, þeirrar bresku sem Rúnar bjó hjá úti og hans fólks hér heima. „Við vorum í stafrænu sambandi og heimsóttum hann líka. En erfiðast var að kveðja hann á lestarstöðinni í síðustu heimsókn okkar til hans, sem var skömmu eftir hryðjuverkaárásina. Sérstaklega af því að hryðjuverkum hefur fjölgað í Bretlandi og Rúnar hefur orðið var við meiri hryðjuverkaótta meðal fólks og aukna öryggisgæslu.“

Hundrað armbeygjur

Skólinn er í þeim hluta Essex sem heitir West Cliff, og Rúnar segir gott að búa þar.

„Þetta er nánast eins og Kópavogur, mjög notalegt og öruggt umhverfi, allt frekar einfalt og eiginlega ekki hægt að villast. Og auðvelt fyrir mig að fara þaðan til London þegar ég þurfti að fara þangað á æfingar um helgar.“

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg


Námið við skólann er tvö ár og hægt er að bæta við sig þriðja árinu ef fólk vill. Rúnar er ákveðinn í að fara aftur út í haust og ljúka seinna árinu, en hann ætlar að sjá til með þriðja árið.

„Fyrir mig var þetta eins og að stökkva út í djúpu laugina, ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. Ég vissi samt alveg hverju ég mætti búast við hjá Elizabeth, danskennaranum sem kenndi mér í Borgarleikhúsinu, hún er mjög ströng og hörð, lætur okkur stundum gera hundrað armbeygjur. Hún er rosaleg,“ segir Rúnar og bætir við að bæði Elizabeth og Chantelle hafi gert mikið fyrir íslenska krakka í dansinum, stór hópur íslenskra krakka hefur lært hjá þeim þegar þær voru á Íslandi, en það sé engin sambærileg kennsla hér á landi.

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi.


„Námið úti stóðst allar mínar væntingar og þetta var frábær vetur,“ segir Rúnar sem var auk þess í fjarnámi í ensku frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en segir það hafa verið nokkuð strembið að sinna því, þar sem hann kom oftast dauðþreyttur seint heim úr skólanum.

Langar að komast á skrá hjá öflugri umboðsskrifstofu

Rúnar lærir við skólann meðal annars „commercial“ dans, eða nútímadans, til dæmis street-dans, jazz, hipphopp og fleiri dansstíla sem mikið eru í tónlistarmyndböndum, auglýsingabransanum, sjónvarpi, kvikmyndum og á fleiri sviðum.

„Fólk leitar til skólans okkar eftir dönsurum í allskonar verkefni og ég er búinn að taka þátt í einu slíku, ég var að dansa á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Við fengum þetta verkefni í gegnum söngkennarann minn, Liam Lunniss, sem er mjög vinsæll „choreographer“ og er þekktur og virtur í söngheiminum,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi verið frábær upplifun. Hann er mjög spenntur fyrir þeim verkefnum sem hann á eftir að taka þátt í í framtíðinni.


„Mig langar að komast á skrá hjá stórri og öflugri umboðsskrifstofu, ég er spenntur fyrir einni sem heitir Skin London.“

Eldri bróðir Rúnars, Björn Dagur Bjarnason, fór í dansprufur í dansskólum í London á þessu ári og er nú kominn inn í einn slíkan, Wilkes Academy of Performing Arts, og hefur þar nám í haust.

Nánar um skólann hans Rúnars: www.tiffanytheatrecollege.com Sýning sem breskir skólar eru með til að kynna skólana sína: www.moveitdance.co.uk

Innlent »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »

„Ég stóð varla í fæturna“

Í gær, 21:30 Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

11 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 21:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp 11 mánaða fangelsisdóm yfir manni á fimmtugsaldri fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalögum. Þá verður maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Djúp lægð á leiðinni

Í gær, 20:35 Mikil úrkoma var á sunnanverðum Austfjörðum og á Ströndum í dag. Það er haustveður í kortunum en djúp lægð er á leið í átt til landsins og má búast við stormi á laugardaginn. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...