Hvorki mykja né skólp sem fór í Arnarfjörð

Ekki er um að ræða mykju eða saur, heldur drullu …
Ekki er um að ræða mykju eða saur, heldur drullu úr niðurfalli á bílaplani.

Hvorki skólpi né mykju var dælt úr haugsugu í grjótkamb við Arnarfjörð heldur var um að ræða drullu úr niðurfalli sem hafði stíflast á bílaþvottaplani á Bíldudal. Þetta hefur mbl.is eftir heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, en í Morgunblaðinu í dag var sagt frá málinu.

Þar sem um vegryk af vestfirskum vegum er að ræða en ekki saur sem dælt var þarna niður má með réttu segja að þarna sjáist hvernig vestfirskir vegir endi fyrir rest, en Vestfirðingar og þá sérstaklega á suðurfjörðunum hafa lengi gagnrýnt vegauppbyggingu á svæðinu og ástand vega til dæmis Dynjandisheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert