Ökumenn koma inn á Starhaga og taka „spíttið“

Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast ...
Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast til að gefa í. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvað hræðilegt gerist við þessa götu. Fólk leyfir sér að keyra alltof hratt þarna því gatan er svo breið,“ segir Erla Gísladóttir, íbúi við Starhaga í Reykjavík, sem vill sjá þrengingar eða betri hraðahindranir á götunni til að draga úr umferðarhraða. Ökumenn, sem eiga þar leið, láta margir hverjir 30 kílómetra hámarkshraða ekki aftra sér frá því að stíga þungt á bensíngjöfina og gefa í þegar þeir koma akandi af Ægisíðunni inn á Starhagann.

„Það er búið að þrengja Ægisíðuna víða og setja upp einhvers konar hraðalykkjur, þannig að fólk keyrir frekar hægt þar, en svo kemur það inn á Starhagann og tekur „spíttið“ niður á Suðurgötuna. Það eru reyndar tvær gamlar hraðahindranir á Starhaganum, við upphaf hans og í miðri götunni, en þær eru báðar orðnar flatar og gera ekkert gagn,“ segir Erla. „Það verður að þrengja götuna eða setja upp almennilegar hraðahindranir,“ bætir hún við.

Keyrði sofandi inn á leikskólalóð 

Í vikunni varð slys við leikskólann Sæborg, sem stendur við Starhaga, þegar ökumaður sofnaði undir stýri og ók í gegnum grindverk leikskólans um miðjan dag. Eng­in slys urðu á fólki en mikl­ar skemmd­ir urðu á bif­reiðinni og grind­verk­inu. Sem betur fer var leikskólinn farinn í sumarfrí og því engin börn á leiksvæðinu.

Leikskólastjóri Sæborgar sagði í samtali við mbl.is í vikunni að hún vildi ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði geta gerst ef leikskólinn hefði verið opinn.

Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni.
Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni. mbl.is/Ingileif

Á Facebook-síðu íbúa Vesturbæjar er rætt um slysið og því velt upp hvort ökumaðurinn hafi einfaldlega ekki verið á of mikilli ferð, enda hafi hann tekið krappa beygju skömmu áður, til að komast inn á Starhaga og því ólíklegt að hann hafi náð að sofna á svo stuttum vegarkafla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun ökumaðurinn hafa sofnað, með fyrrgreindum afleiðingum.

Keyra á móti einstefnu og gefa í

Erla segir einnig algengt að ökumenn komi akandi inn Starhaga af Suðurgötu á móti umferð, en Starhaginn er einstefnugata. Telur hún að ökumenn geri þetta bæði viljandi, til að stytta sér leið, og án þess að gera sér grein fyrir einstefnunni. Þegar þeir gera sér svo grein fyrir því að þeir eru að keyra á móti umferð eiga þeir það jafnvel að gefa í til að komast sem fyrst úr aðstæðunum.

Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til ...
Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til að keyra þar á móti umferð. Sumir viljandi en aðrir óviljandi. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er leikskóli þarna og fjöldi barna sem leikur sér þarna. Þau hlaupa oft yfir götuna til að fara á leikvöllinn við leikskólann eftir lokun. Mér stendur ekki á sama og fylgist alltaf með sjö ára syni mínum þegar hann fer þarna yfir. Það virðist ekkert fylgst með þessari götu.“ Erla segir börnin vön því að bílarnir komi hægra megin frá og líti því ekki alltaf í hina áttina áður en þau fara yfir götuna. Aðeins augnabliki áður en blaðamaður náði tali af Erlu hafði hún fylgst með bíl keyra á móti umferð inn götuna, af Suðurgötu.

Samkvæmt skipulagi er Starhagi botnlangi

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, frá árinu 1992, sem byggist á aðalskipulagi frá árinu 1984, er Starhagi teiknaður sem botnlangagata. Á sömu teikningum heldur Ægisíðan áfram út að Suðurgötu, framhjá leikskólanum Sæborg. Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is um deiliskipulagið segir að skipulagsáætlanir geri ráð fyrir því Ægisíðan verði framlengd að Suðurgötu. Sú framkvæmd er hins vegar ekki á dagskrá næstu misserin. Svæðið hægra megin við leikskólann Sæborg, þar sem Ægisíðan ætti að liggja, ber þess glögglega merki að vera óklárað. Gatan endar þar mjög skyndilega og við tekur malarplan. Vinstra megin við leikskólann tekur hins vegar Starhaginn við af Ægisíðunni.

Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og ...
Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og Ægissíðan liggur framhjá leikskólanum Sæborg. Mynd/Reykjavíkurborg

„Borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“

Erla og maður hennar, Ólafur Freyr Frímannsson, gerðu nýlega athugsemd við breytingar á deiliskipulagi við Starhaga. Athugasemdin varðaði þó ekki breytingarnar sem slíkar heldur skoruðu þau hjónin á borgina að klára þær framkvæmdir sem sýndar eru á núgildandi deiliskipulagi, eins og að lengja Ægisíðuna að Suðurgötu og loka Starhaga í annan enda. Þá vildu þau að það kæmi skýrar fram í breytingartillögunum að til stæði að ráðast í þessar breytingar í nánustu framtíð, og að endanleg götumynd yrði kláruð samhliða fyrirhugaðri byggingu húsa á óbyggðu lóðunum á svæðinu.

Svörin sem þau fengu voru þau sömu og mbl.is fékk, að ekki stæði til að fara í framkvæmdirnar á næstu misserum.

Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar ...
Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar við af Ægisíðunni sjálfri. Mynd/Skjáskot af já.is

 „Við vonum innilega að hafist verði handa við framkvæmdir sem hafa verið í gildandi skipulagi í heil 25 ár. Það er að Ægisíða verði framlengd að Suðurgötu og göturnar tvær sameinist Þorragötu í hringtorgi. Þá verði Starhaga lokað við Suðurgötu. Íbúar hafa réttmætar væntingar til þess að borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“ segir Ólafur í samtali við mbl.is.

„Þessi gata er hönnuð sem íbúðargata. Lynghaginn, sem er fyrir aftan, er það líka, en af því það skortir þessa áframhaldandi tengingu við Ægisíðuna út að Suðurgötu, þá kemur miklu meiri umferð en ella inn á Starhaga og Lynghaga.“

mbl.is

Innlent »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...