Ökumenn koma inn á Starhaga og taka „spíttið“

Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast ...
Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast til að gefa í. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvað hræðilegt gerist við þessa götu. Fólk leyfir sér að keyra alltof hratt þarna því gatan er svo breið,“ segir Erla Gísladóttir, íbúi við Starhaga í Reykjavík, sem vill sjá þrengingar eða betri hraðahindranir á götunni til að draga úr umferðarhraða. Ökumenn, sem eiga þar leið, láta margir hverjir 30 kílómetra hámarkshraða ekki aftra sér frá því að stíga þungt á bensíngjöfina og gefa í þegar þeir koma akandi af Ægisíðunni inn á Starhagann.

„Það er búið að þrengja Ægisíðuna víða og setja upp einhvers konar hraðalykkjur, þannig að fólk keyrir frekar hægt þar, en svo kemur það inn á Starhagann og tekur „spíttið“ niður á Suðurgötuna. Það eru reyndar tvær gamlar hraðahindranir á Starhaganum, við upphaf hans og í miðri götunni, en þær eru báðar orðnar flatar og gera ekkert gagn,“ segir Erla. „Það verður að þrengja götuna eða setja upp almennilegar hraðahindranir,“ bætir hún við.

Keyrði sofandi inn á leikskólalóð 

Í vikunni varð slys við leikskólann Sæborg, sem stendur við Starhaga, þegar ökumaður sofnaði undir stýri og ók í gegnum grindverk leikskólans um miðjan dag. Eng­in slys urðu á fólki en mikl­ar skemmd­ir urðu á bif­reiðinni og grind­verk­inu. Sem betur fer var leikskólinn farinn í sumarfrí og því engin börn á leiksvæðinu.

Leikskólastjóri Sæborgar sagði í samtali við mbl.is í vikunni að hún vildi ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði geta gerst ef leikskólinn hefði verið opinn.

Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni.
Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni. mbl.is/Ingileif

Frétt mbl.is: Ók sofandi í gegnum grindverk leikskóla

Á Facebook-síðu íbúa Vesturbæjar er rætt um slysið og því velt upp hvort ökumaðurinn hafi einfaldlega ekki verið á of mikilli ferð, enda hafi hann tekið krappa beygju skömmu áður, til að komast inn á Starhaga og því ólíklegt að hann hafi náð að sofna á svo stuttum vegarkafla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun ökumaðurinn hafa sofnað, með fyrrgreindum afleiðingum.

Keyra á móti einstefnu og gefa í

Erla segir einnig algengt að ökumenn komi akandi inn Starhaga af Suðurgötu á móti umferð, en Starhaginn er einstefnugata. Telur hún að ökumenn geri þetta bæði viljandi, til að stytta sér leið, og án þess að gera sér grein fyrir einstefnunni. Þegar þeir gera sér svo grein fyrir því að þeir eru að keyra á móti umferð eiga þeir það jafnvel að gefa í til að komast sem fyrst úr aðstæðunum.

Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til ...
Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til að keyra þar á móti umferð. Sumir viljandi en aðrir óviljandi. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er leikskóli þarna og fjöldi barna sem leikur sér þarna. Þau hlaupa oft yfir götuna til að fara á leikvöllinn við leikskólann eftir lokun. Mér stendur ekki á sama og fylgist alltaf með sjö ára syni mínum þegar hann fer þarna yfir. Það virðist ekkert fylgst með þessari götu.“ Erla segir börnin vön því að bílarnir komi hægra megin frá og líti því ekki alltaf í hina áttina áður en þau fara yfir götuna. Aðeins augnabliki áður en blaðamaður náði tali af Erlu hafði hún fylgst með bíl keyra á móti umferð inn götuna, af Suðurgötu.

Samkvæmt skipulagi er Starhagi botnlangi

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, frá árinu 1992, sem byggist á aðalskipulagi frá árinu 1984, er Starhagi teiknaður sem botnlangagata. Á sömu teikningum heldur Ægisíðan áfram út að Suðurgötu, framhjá leikskólanum Sæborg. Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is um deiliskipulagið segir að skipulagsáætlanir geri ráð fyrir því Ægisíðan verði framlengd að Suðurgötu. Sú framkvæmd er hins vegar ekki á dagskrá næstu misserin. Svæðið hægra megin við leikskólann Sæborg, þar sem Ægisíðan ætti að liggja, ber þess glögglega merki að vera óklárað. Gatan endar þar mjög skyndilega og við tekur malarplan. Vinstra megin við leikskólann tekur hins vegar Starhaginn við af Ægisíðunni.

Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og ...
Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og Ægissíðan liggur framhjá leikskólanum Sæborg. Mynd/Reykjavíkurborg

„Borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“

Erla og maður hennar, Ólafur Freyr Frímannsson, gerðu nýlega athugsemd við breytingar á deiliskipulagi við Starhaga. Athugasemdin varðaði þó ekki breytingarnar sem slíkar heldur skoruðu þau hjónin á borgina að klára þær framkvæmdir sem sýndar eru á núgildandi deiliskipulagi, eins og að lengja Ægisíðuna að Suðurgötu og loka Starhaga í annan enda. Þá vildu þau að það kæmi skýrar fram í breytingartillögunum að til stæði að ráðast í þessar breytingar í nánustu framtíð, og að endanleg götumynd yrði kláruð samhliða fyrirhugaðri byggingu húsa á óbyggðu lóðunum á svæðinu.

Svörin sem þau fengu voru þau sömu og mbl.is fékk, að ekki stæði til að fara í framkvæmdirnar á næstu misserum.

Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar ...
Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar við af Ægisíðunni sjálfri. Mynd/Skjáskot af já.is

 „Við vonum innilega að hafist verði handa við framkvæmdir sem hafa verið í gildandi skipulagi í heil 25 ár. Það er að Ægisíða verði framlengd að Suðurgötu og göturnar tvær sameinist Þorragötu í hringtorgi. Þá verði Starhaga lokað við Suðurgötu. Íbúar hafa réttmætar væntingar til þess að borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“ segir Ólafur í samtali við mbl.is.

„Þessi gata er hönnuð sem íbúðargata. Lynghaginn, sem er fyrir aftan, er það líka, en af því það skortir þessa áframhaldandi tengingu við Ægisíðuna út að Suðurgötu, þá kemur miklu meiri umferð en ella inn á Starhaga og Lynghaga.“

mbl.is

Innlent »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »

Skapa svigrúm og nýtt þing tekur afstöðu

14:14 Frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga er annað þeirra frumvarpa sem stendur til að afgreiða á Alþingi í dag áður en þingstörfum lýkur. Frumvarpið þarf að fara í gegnum þrjár umræður og hljóta afgreiðslu í nefnd áður en það verður að lögum. Meira »

Tekist á um stjórnarskrármálið

14:07 Þingfundur er hafinn á Alþingi en hann hófst klukkan 13:30. Stefnt er að því að ljúka nokkrum málum í dag, einkum er þar um að ræða breytingar á lögum um útlendinga varðandi stöðu barna í röðum hælisleitenda og afnám uppreistar æru í lögum. Meira »

Sækja um endurupptöku

13:17 Samkvæmt frumvarpi um breyt­ingar á út­lend­inga­lög­um sem verður lagt fyrir Alþingi í dag mun fjölskyldan frá Gana geta sótt um endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála verði frumvarpið að lögum, að sögn Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

13:28 Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Þakklátur fyrir stuðninginn

11:44 „Ég er afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingar sem streyma inn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, á Facebook-síðu sinni en ýmsir trúnaðarmenn flokksins hafa gengið úr honum og lýst yfir stuðningi við nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar. Meira »

Búist við mikilli rigningu á Suðausturlandi

11:35 Útlit er fyrir að það verði mjög vætusamt á Suðausturlandi og Austfjörðum út vikuna með tilheyrandi vatnavöxtum.   Meira »

Krefjast frestunar réttaráhrifa

11:35 „Það getur verið að málið leysist á næstu dögum ef frumvarpið fer í gegnum Alþingi,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður fimm manna fjöl­skyldu frá Gana. Samkomulag náðist í gær um lok þingstarfa og á dagskrá þingsins verða nokkur frumvörp m.a. frumvarp um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Meira »

Réttindalaus með hnúajárn og amfetamín

11:08 Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa í fórum sínum hnúajárn og poka sem innihélt meint amfetamín. Auk þess hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi. Meira »

Framkvæmdum lauk á undan áætlun

10:13 Framkvæmdum á Kringlumýrarbraut lauk fjórum dögum á undan áætlun. Umferð um Kringlumýrarbraut er að mestu leyti orðin eðlileg en lítils háttar þrengingar eru á veginum þar sem unnið er að því að steypa upp vegkanta. Veitur lögðu vatnslagnir í jörðu sem leiða vatn í Vesturbæinn. Meira »

Strætó greiði 100 milljónir í skaðabætur

10:03 Hæstiréttur dæmdi á fimmtudaginn í síðustu viku fyrirtækið Strætó bs til að greiða Allrahanda ehf. 100 milljónir króna í skaðabætur, ásamt vöxtum, vegna ólögmæts útboðs af hálfu Strætó árið 2010. Meira »

Þarf ekki að afhenda „óleyfishana“

09:05 Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleit á heimili í Mosfellsbæ og að íbúa yrði gert að afhenda óskráðar hænur og tvo „óleyfishana“ sem hann héldi þar, væri hafnað. Meira »

Forval hjá VG í Suðvesturkjördæmi

10:10 Forvali verður beitt hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði í Suðvesturkjördæmi við val á framboðslista. Þetta var ákveðið á fundi flokksins sem fram fór í Hafnarfirði í gærkvöldi. Meira »

Föst skot á milli forystumanna

09:49 Forystumenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi skutu föstum skotum á hvorn annan í gærkvöldi í kjölfar langra fundahalda um það með hvaða hætti staðið yrði að þinglokum. Beindust skotin einkum að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Stytting bitnar á tungumálakennslu

08:18 Vigdís Finnbogadóttir segir ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum styttingar náms til stúdentsprófs á tungumálakennslu. Ljóst sé að það hafi þegar haft áhrif. „Stytting framhaldsskólanna hefur bitnað á tungumálakennslunni og ég er hrædd um að við eigum eftir að gjalda fyrir það, því miður. Meira »
Kojur til sölu
Kojur til sölu, henta fyrir vel fyrir hostel eða samskonar rekstur. Neðra rúmið...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Glæsileg Honda Cr-v 2016
Glæsileg Honda Cr-v Executive Navi ekinn aðeins 9 þ. km. einn með öllu flottas...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...