Ökumenn koma inn á Starhaga og taka „spíttið“

Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast ...
Starhagi er bein og breið gata þar sem ökumenn freistast til að gefa í. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvað hræðilegt gerist við þessa götu. Fólk leyfir sér að keyra alltof hratt þarna því gatan er svo breið,“ segir Erla Gísladóttir, íbúi við Starhaga í Reykjavík, sem vill sjá þrengingar eða betri hraðahindranir á götunni til að draga úr umferðarhraða. Ökumenn, sem eiga þar leið, láta margir hverjir 30 kílómetra hámarkshraða ekki aftra sér frá því að stíga þungt á bensíngjöfina og gefa í þegar þeir koma akandi af Ægisíðunni inn á Starhagann.

„Það er búið að þrengja Ægisíðuna víða og setja upp einhvers konar hraðalykkjur, þannig að fólk keyrir frekar hægt þar, en svo kemur það inn á Starhagann og tekur „spíttið“ niður á Suðurgötuna. Það eru reyndar tvær gamlar hraðahindranir á Starhaganum, við upphaf hans og í miðri götunni, en þær eru báðar orðnar flatar og gera ekkert gagn,“ segir Erla. „Það verður að þrengja götuna eða setja upp almennilegar hraðahindranir,“ bætir hún við.

Keyrði sofandi inn á leikskólalóð 

Í vikunni varð slys við leikskólann Sæborg, sem stendur við Starhaga, þegar ökumaður sofnaði undir stýri og ók í gegnum grindverk leikskólans um miðjan dag. Eng­in slys urðu á fólki en mikl­ar skemmd­ir urðu á bif­reiðinni og grind­verk­inu. Sem betur fer var leikskólinn farinn í sumarfrí og því engin börn á leiksvæðinu.

Leikskólastjóri Sæborgar sagði í samtali við mbl.is í vikunni að hún vildi ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði geta gerst ef leikskólinn hefði verið opinn.

Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni.
Ökumaður ók bíl inn á lóð leikskólans í vikunni. mbl.is/Ingileif

Frétt mbl.is: Ók sofandi í gegnum grindverk leikskóla

Á Facebook-síðu íbúa Vesturbæjar er rætt um slysið og því velt upp hvort ökumaðurinn hafi einfaldlega ekki verið á of mikilli ferð, enda hafi hann tekið krappa beygju skömmu áður, til að komast inn á Starhaga og því ólíklegt að hann hafi náð að sofna á svo stuttum vegarkafla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun ökumaðurinn hafa sofnað, með fyrrgreindum afleiðingum.

Keyra á móti einstefnu og gefa í

Erla segir einnig algengt að ökumenn komi akandi inn Starhaga af Suðurgötu á móti umferð, en Starhaginn er einstefnugata. Telur hún að ökumenn geri þetta bæði viljandi, til að stytta sér leið, og án þess að gera sér grein fyrir einstefnunni. Þegar þeir gera sér svo grein fyrir því að þeir eru að keyra á móti umferð eiga þeir það jafnvel að gefa í til að komast sem fyrst úr aðstæðunum.

Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til ...
Starhagi er einstefnugata en ökumenn freistast engu að síður til að keyra þar á móti umferð. Sumir viljandi en aðrir óviljandi. Mynd/Skjáskot af já.is

„Það er leikskóli þarna og fjöldi barna sem leikur sér þarna. Þau hlaupa oft yfir götuna til að fara á leikvöllinn við leikskólann eftir lokun. Mér stendur ekki á sama og fylgist alltaf með sjö ára syni mínum þegar hann fer þarna yfir. Það virðist ekkert fylgst með þessari götu.“ Erla segir börnin vön því að bílarnir komi hægra megin frá og líti því ekki alltaf í hina áttina áður en þau fara yfir götuna. Aðeins augnabliki áður en blaðamaður náði tali af Erlu hafði hún fylgst með bíl keyra á móti umferð inn götuna, af Suðurgötu.

Samkvæmt skipulagi er Starhagi botnlangi

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, frá árinu 1992, sem byggist á aðalskipulagi frá árinu 1984, er Starhagi teiknaður sem botnlangagata. Á sömu teikningum heldur Ægisíðan áfram út að Suðurgötu, framhjá leikskólanum Sæborg. Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is um deiliskipulagið segir að skipulagsáætlanir geri ráð fyrir því Ægisíðan verði framlengd að Suðurgötu. Sú framkvæmd er hins vegar ekki á dagskrá næstu misserin. Svæðið hægra megin við leikskólann Sæborg, þar sem Ægisíðan ætti að liggja, ber þess glögglega merki að vera óklárað. Gatan endar þar mjög skyndilega og við tekur malarplan. Vinstra megin við leikskólann tekur hins vegar Starhaginn við af Ægisíðunni.

Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og ...
Hér sést hvernig svæðið ætti að vera. Starhaginn botnlangagata og Ægissíðan liggur framhjá leikskólanum Sæborg. Mynd/Reykjavíkurborg

„Borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“

Erla og maður hennar, Ólafur Freyr Frímannsson, gerðu nýlega athugsemd við breytingar á deiliskipulagi við Starhaga. Athugasemdin varðaði þó ekki breytingarnar sem slíkar heldur skoruðu þau hjónin á borgina að klára þær framkvæmdir sem sýndar eru á núgildandi deiliskipulagi, eins og að lengja Ægisíðuna að Suðurgötu og loka Starhaga í annan enda. Þá vildu þau að það kæmi skýrar fram í breytingartillögunum að til stæði að ráðast í þessar breytingar í nánustu framtíð, og að endanleg götumynd yrði kláruð samhliða fyrirhugaðri byggingu húsa á óbyggðu lóðunum á svæðinu.

Svörin sem þau fengu voru þau sömu og mbl.is fékk, að ekki stæði til að fara í framkvæmdirnar á næstu misserum.

Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar ...
Hér sést hvernig Starhaginn tengist Ægisíðunni. Malarsvæði tekur hins vegar við af Ægisíðunni sjálfri. Mynd/Skjáskot af já.is

 „Við vonum innilega að hafist verði handa við framkvæmdir sem hafa verið í gildandi skipulagi í heil 25 ár. Það er að Ægisíða verði framlengd að Suðurgötu og göturnar tvær sameinist Þorragötu í hringtorgi. Þá verði Starhaga lokað við Suðurgötu. Íbúar hafa réttmætar væntingar til þess að borgaryfirvöld standi við samþykkt skipulag“ segir Ólafur í samtali við mbl.is.

„Þessi gata er hönnuð sem íbúðargata. Lynghaginn, sem er fyrir aftan, er það líka, en af því það skortir þessa áframhaldandi tengingu við Ægisíðuna út að Suðurgötu, þá kemur miklu meiri umferð en ella inn á Starhaga og Lynghaga.“

mbl.is

Innlent »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar Meira »

Sambandslaust hjá Vodafone á Vestfjörðum

16:20 Fjarskiptasamband hjá Vodafone liggur nú niðri á hluta Vestfjarða. Svo virðist vera sem ljósleiðari Vodafone á Vestfjörðum hafi farið í sundur með þessum afleiðingum. Þá liggja útvarps- og sjónvarpssendingar einnig niðri. Meira »

Jökulsárlón friðlýst á morgun

16:06 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

15:20 Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

María Rut verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

14:59 María Rut Reynisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur úr hópi 35 umsækjenda. Hlutverk Maríu Rutar verður meðal annars að móta og ýta úr vör aðgerðum og skapa hagstæð skilyrði fyrir tónlistarstarfsemi í borginni. Meira »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson, sem reynir nú að klífa fjallið K2, er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Ukulele
...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...