Nýr gjaldmælir við Seljalandsfoss

Fyrirtækið Bergrisi útvegaði búnaðinn sem líkist stuðlabergi í útliti. Er …
Fyrirtækið Bergrisi útvegaði búnaðinn sem líkist stuðlabergi í útliti. Er það gert til þess að hann falli betur að náttúrunni. Ljósmynd/aðsend.

Settir hafa verið upp gjaldmælar á bílastæðinu við Seljalandsfoss. Landeigendur standa að baki verkefninu í samstarfi við Bergrisa.

Hefur staðið til að setja upp gjaldmæla á bílastæðinu í töluverðan tíma. Landeigendur hafa undanfarið staðið í mikilli uppbyggingu á svæðinu í kjölfar fjölgunar ferðamanna. 

Kaupa þau búnaðinn af Bergrisa sem hefur meðal annars útvegað búnað við Sólheimajökul og Reynisfjöru. Gjaldmælirinn líkist stuðlabergi í útliti en með því á hann að falla betur inn í umhverfið. 

Þórólfur Gunnarsson hjá Bergrisa segir að mælirinn hafi aðeins verið settur upp í gær og fyrradag og má búast við að hann verði tekinn í notkun fljótlega. 

Settir hafa verið upp gjaldmælar á bílastæðinu við Seljalandsfoss sem …
Settir hafa verið upp gjaldmælar á bílastæðinu við Seljalandsfoss sem hluti af uppbyggingu landeigenda á svæðinu. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert