Ók inn í verslun

mbl.is/Eggert

Bifreið var ekið inn í verslunina Hjá Hrafnhildi á Engjateig um hádegisbilið í dag. Við það fór í sundur heitavatnslögn og var slökkviliðið því einnig kallað á vettvang. Talverðar skemmdir eru á húsnæðinu. Enginn slys urðu á fólki.  

„Þetta lítur betur út en á horfðist. Við erum vongóð um að geta opnað eftir helgi,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi verslunarinnar. Hún bendir á að slökkviliðið hafi brugðist fljótt við. 

Glugginn brotnaði, gluggakistur og ofnar skemmdust, að sögn Ásu. Núna eru hitablásarar notaðir til að þurrka rakann. Fatnaðurinn í versluninni slapp við skemmdir.

1. júní síðastliðinn voru gerðar miklar breytingar á versluninni, hún stækkuð um helming úr 300 í 600 fermetra og allt endurnýjað þar á meðal gólfefnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert