Sjarmerandi sundlaugar landsins

Drangey blasir við gestum sundlaugarinnar á Hofsósi.
Drangey blasir við gestum sundlaugarinnar á Hofsósi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á ferðalagi um landsbyggðina finnst mörgum ómissandi að heimsækja sundlaugar þegar áð er. Í sumum byggðalögum er um mikil íþróttamannvirki að ræða en í öðrum eru laugarnar litlar og sérstakar sveitalaugar sem forvitnilegt er að dýfa sér ofan í. Mbl.is fer hér í hringferð um landið og nefnir til sögunnar nokkrar áhugaverðar laugar og hvað kostar að baða sig í þeim. Upplýsingunum var safnað frá laugunum sjálfum, af heimasíðum sveitarfélaganna og af vefsíðunni sundlaugar.is þar sem finna má upplýsingar um flestar laugar landsins. 

Sundlaugin í Húsafelli - VESTURLAND

Vatnsrennibraut er við sundlaugina í Húsafelli.
Vatnsrennibraut er við sundlaugina í Húsafelli. mbl.is/Rax

Við hefjum hringferðina í Húsafelli. Sundlaugin þar er ein vinsælasta afþreyingin í þeirri náttúruparadís sem svæðið er. Hún var opnuð árið 1965 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og og endurbætur verið gerðar á aðstöðunni. Laugarnar eru nú tvær, heitu pottarnir sömuleiðis tveir og svo er þar að finna litla vatnsrennibraut.

Sundferðin í Húsafelli er sú dýrasta sem hér verður nefnd til sögunnar. Fullorðnir greiða 1.300 krónur og börn 6-14 ára 300 krónur.

Lýsuhólslaug - VESTURLAND

Sundlaugin á Lýsuhóli er engri lík.
Sundlaugin á Lýsuhóli er engri lík. Ljósmynd/West.is

Á Snæfellsnesi er falinn fjársjóð sundlaugaflórunnar að finna. Lýsuhólslaug er sannarlega engri lík. Hún lætur lítið yfir sér þar sem hún kúrir í skjóli hamrafells í Staðarsveitinni. Vatnið í lauginni er heitt ölkelduvatn beint úr jörðu. Það er mjög steinefnaríkt og talið hollt, róandi og græðandi. Engum efnum, svo sem klór, er blandað í vatnið. 

Fullorðnir greiða 1.000 krónur fyrir aðgang að Lýsuhólslaug og börn á aldrinum 6-17 ára 300 krónur.

Sundlaugin á Drangsnesi - VESTFIRÐIR

Sundlaugin í Drangsnesi var opnuð árið 2005.
Sundlaugin í Drangsnesi var opnuð árið 2005. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Á Drangsnesi á norðanverðum Vestfjörðum er vinsælt að koma við í heitum pottum í fjöruborðinu. Aðgangur að þeim er ókeypis. Á Drangsnesi er einnig nýlega sundlaug að finna og þangað sækir fólk líka til að njóta góðs útsýnis. 

Frítt er fyrir fimmtán ára og yngri í laugina. Fullorðnir greiða 600 krónur.

Sundlaugin Patreksfirði - VESTFIRÐIR

Fögur fjallasýn blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði.
Fögur fjallasýn blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði.

Og talandi um útsýni. Enginn verður svikinn af útsýninu sem blasir við úr sundlauginni á Patreksfirði. Sundlaugin er tæpir 17 m að lengd og við hana eru tveir heitir pottar. Fullorðnir greiða 1.000 krónur ofan í laugina og börn 390 kr. 

 Sundlaugin Hofsósi - NORÐURLAND VESTRA

Leikið sér í sumarblíðu í sundlauginni á Hofsósi. Útsýnið er ...
Leikið sér í sumarblíðu í sundlauginni á Hofsósi. Útsýnið er einstakt. mbl.is/Sigurgeir

Hið stórbrotna útsýni frá sundlauginni á Hofsósi yfir Skagafjörðinn og Drangey dregur þreytta ferðalanga sem vilja hlaða batteríin að sundlauginni. Hún var opnuð í mars árið 2010 og var gjöf tveggja athafnakvenna, Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur, til sveitarfélagsins.

Fullorðnir greiða 900 krónur ofan í laugina og börn 8-18 ára 300 krónur.

Þelamerkurlaug - NORÐURLAND EYSTRA

Heitu pottarnir við sundlaugina í Þelamörk er rúmgóðir og notalegir. ...
Heitu pottarnir við sundlaugina í Þelamörk er rúmgóðir og notalegir. Þar er líka vatnsrennibraut. Ljósmynd/www.northiceland.is

Jónasarlaug í Þelamörk er kennd við Jónas Hallgrímsson. Hún var byggð á árunum 1943-1945 og er vinsæll áningarstaður fjölskyldufólks um Norðurland. Árið 2008 voru svo gerðar umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni. Þar er m.a. að finna vatnsrennibraut og nokkra heita potta. 

Fullorðnir greiða 800 krónur fyrir sundferðina.

 Selárdalslaug - AUSTURLAND

Sundlaugin í Selárdal við Vopnafjörð er ekta sveitalaug úti í ...
Sundlaugin í Selárdal við Vopnafjörð er ekta sveitalaug úti í náttúrunni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sundlaugin í Selárdal í Vopnafirði er ekta sveitalaug. Hún er aðeins úr alfaraleið, 12 kílómetrum frá Vopnafjarðarkaupsstað, sem gerir hana einmitt enn meira spennandi. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Selárlaug er varmalaug sem þýðir að hún er um 33 gráðu heit. Við hana er einnig vaðlaug fyrir börn og heitur pottur. „Það getur verið þokusúld úti í þorpi en sól og blíða hjá okkur,“ segir Ólafur Valgeirsson, starfsmaður laugarinnar. „En hvort sem það rignir eða ekki þá er nú ekkert betra en að fara í sund.“ 

Fullorðnir greiða 700 krónur og unglingar 13-16 ára 350 krónur. Börn yngri en það fá ókeypis og sömuleiðis eldri borgarar og öryrkjar.

Sundlaugin í Vestmannaeyjum - SUÐURLAND

Það er óhætt að mæla með vatnsrennibrautunum í sundlauginni í ...
Það er óhætt að mæla með vatnsrennibrautunum í sundlauginni í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Vestmannaeyjar.is

Útisvæðið við sundlaugina í Vestmannaeyjum er mjög spennandi og þægilegt, rétt eins og skemmtigarður. Allir þeir sem fara til Eyja ættu að skella sér í laugina njóta aðstöðunnar en þar má m.a. finna klifurvegg og körfur til að leika sér í körfubolta á meðan buslinu stendur. 

Rúsínan í pylsuendanum eru svo tvær rúmlega 20 metra langar rennibrautir. Önnur þeirra er að hálfu trampólín sem menn skjótast á áður en þeir lenda í stórri laug. Börn á aldrinum 10-17 ára greiða 200 krónur fyrir staka sundferð og fullorðnir 900 krónur.

Það þarf vart að taka fram að sundlaugar landsins eru mun fleiri og í flestum bæjum má finna góðar sundlaugar. Hér getur þú skoðað úrvalið eftir landshlutum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

UNICEF verðlaunar skóla í tilefni dagsins

11:43 Í tilefni alþjóðlega dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

10:56 „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

10:48 Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Meira »

Baldur bilaður og ferðir falla niður

10:43 Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

10:35 „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

10:18 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn. Meira »

Aðalmeðferðin ekki fyrr en á miðvikudag

09:26 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn, en fyrr í morgun hafði verið sagt frá því að málið hæfist í dag. Þetta staðfestir saksóknari málsins við mbl.is. Samkvæmt upplýsingum á vef Héraðsdóms Reykjavíkur átti málið að hefjast í dag. Meira »

Flugnámsbraut í boði í fyrsta sinn

10:34 Fyrsti hópur nemenda á flugnámsbraut Icelandair hóf nám í Flugakademíu Keilis 17. nóvember en alls voru innritaðir 26 nýnemar og þar af 20 á flugnámsbrautina. Þetta er fjórði bekkurinn sem hefur samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili á þessu ári og í frysta sinn sem skiptið sem boðið er upp á nám á flugnámsbraut hér á landi. Meira »

Fundað um Öræfajökul í dag

10:04 Fundað verður um stöðu mála í Öræfajökli hjá almannavörnum klukkan 11:00. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá almannavörnum, er fyrst og fremst um stöðufund að ræða þar sem farið verður yfir gögn og bækur bornar saman. Meira »

Símon kjörinn dómstjóri

09:23 Símon Sigvaldason héraðsdómari var kjörinn dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur 28. september sl. og hefur verið skipaður í embættið frá og með 1. desember nk. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...