Svalur júlí í borginni

Votviðrasamt og hvasst verður næstu daga.
Votviðrasamt og hvasst verður næstu daga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Júlímánuður hefur verið óvenjusvalur á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við síðustu 10-15 ár. Þetta segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Sé hitinn hins vegar borinn saman við lengra tímabil er hitastig í meðallagi enda hafa síðustu ár verið hlýrri en gengur og gerist.

Sólskinsstundir það sem af er mánuði eru einnig í meðallagi og munar þá mest um sólskinsdagana þrjá sem borgarbúar nutu frá sunnudegi til þriðjudags. Spáin fyrir næstu daga er ekki beysin. Von er á lægðagangi um helgina og talsverðri rigningu eftir helgi. Þá er allhvössum vindi spáð við suðausturströndina í dag og ökumönnum ráðlagt að hafa varann á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert