Tæmt úr haugsugu út í sjóinn í Arnarfirði

Mykju eða saur dælt niður í fjöru og út í …
Mykju eða saur dælt niður í fjöru og út í Arnarfjörð, sem vegfarandi varð vitni að á ferð sinni nýverið.

„Hefurðu séð Arnarfjörðinn?“ spurði Anton Helgason hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, sem telur það vera smávægilegt mál þó að einstaka bóndi tæmi haug, skólp eða seyru út í sjó, þó að vissulega sé það ólöglegt.

Anton segir sjóinn taka vel við, Arnarfjörðurinn sé stór og hann hefur ekki miklar áhyggjur af mynd sem árvökull vegfarandi tók á leið sinni um fjörðinn nýverið. Hún sýnir mann sem virðist vera að tæma mykju eða saur úr tanki niður í fjöru og út í fjörðinn.

Anton nefnir að það komi fyrir að þrær fyllist hjá bændum áður en skólpbíllinn kemur að sunnan að tæma þær, en það sé gert á tveggja ára fresti. Hann telur þó ekki þörf á að fjölga ferðum bílsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert