Baldvin og Baldur á bílum í maraþoninu

Baldvin Týr Sifjarson 7 ára (t.v.) og Baldur Ari Hjörvarsson ...
Baldvin Týr Sifjarson 7 ára (t.v.) og Baldur Ari Hjörvarsson 6 ára (t.h.) ásamt fjölskyldu sinni, foreldrunum Guðna Hjörvari Jónssyni og Sif Hauksdóttur, og litlu systrunum þeim Addú Sjöfn 4 ára og Önnu Iðunni eins og hálfs árs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Baldvin Týr Sifjarson 7 ára og Baldur Ari Hjörvarsson 6 ára ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 19. ágúst. Þeir eru mjög spenntir fyrir hlaupinu og ætla að reyna að fara hratt.

Barnablaðið hitti bræðurna heima hjá þeim í Kópavoginum. Þeir búa beint á móti skólanum sínum, Snælandsskóla, Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum. Baldvin er búinn með annan bekk og fer í þriðja bekk í haust en Baldur Ari kláraði fyrsta skólaárið sitt í vor og fer í annan bekk í haust. Það er stutt að fara í skólann en þegar okkur bar að garði voru þeir auðvitað í sumarfríi. 

Strákarnir eiga báðir rafknúna hjólastóla sem þeir kalla alltaf „bílana sína“. Þeir eiga líka svona venjulega hjólastóla sem þeir ýta áfram með höndunum. En eftir að þeir fengu bílana geta þeir farið sjálfir víðar en áður, til dæmis geta þeir farið alveg sjálfir að heimsækja vini sína í hverfinu.

Baldvin Týr og Baldur Ari eru með sjúkdóm sem heitir Duchenne og vöðvarnir þeirra eru mjög fljótir að þreytast. Þeir ganga því eða hlaupa bara mjög stutt í einu en nota svo hjólastólana sína til að geta gert allt sem krakkar vilja gera.

Baldur Ari: „Við ætlum að fara í hlaupið en við förum á bílunum okkar. Þeir eru með fjórum dekkjum.“ 

Baldvin Týr: „Þeir eru með stýripinna, svona pinna eins og er notaður til að skipta um gíra. Maður ræður hvað maður fer hratt. Maður kemst samt ekki mjög hratt, ekki eins og hratt og alvörubílar.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem strákarnir taka þátt í hlaupi.

Baldur Ari: „Við ætlum að fara þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu en við erum líka búnir að fara í Litahlaupið.“

Bræðurnir hafa nóg að gera og segja blaðamanni að þeir hafi nú þegar farið bæði til Danmerkur og Hollands á þessu ári, en þeim finnst gaman að fara til útlanda. Baldvin Týr er á körfuboltanámskeiði hjá Breiðabliki og þeir fóru báðir á ævintýranámskeið.

Baldvin Týr: „Á ævintýranámskeiði fer maður í alls konar ferðir.“

Baldur Ari: „Þá fórum við á bílunum alla leið í Nauthólsvíkina og ég fann dauðan krabba sem er núna úti í garði. Mömmu finnst hann ógeðslegur.“

Þeir Baldvin og Baldur komast víða um á „bílunum sínum“.
Þeir Baldvin og Baldur komast víða um á „bílunum sínum“. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þeir bræður eru sammála um að Nauthólsvíkin sé skemmtilegur staður og enn betra þegar þeir geta farið sjálfir á sínum bílum. Krakkarnir á námskeiðinu fóru hjólandi en Baldvin Týr og Baldur Ari geta ekki hjólað af því að þá verða þeir mjög þreyttir í vöðvunum. En á bílunum komast þeir út um allt, enda eru þeir búnir torfærudekkjum. 

Í Reykjavíkurmaraþoninu er hægt að safna fyrir góðum málstað. Foreldrar þeirra bræðra, Sif Hauksdóttir og Guðni Hjörvar Jónsson, ætla að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu og litla systir þeirra, Addú Sjöfn 4 ára, hleypur í krakkahlaupinu. Yngsti heimilismaðurinn, Anna Iðunn, eins og hálfs árs, verður á hliðarlínunni með ömmu sinni og afa.

Fjölskyldan ætlar öll að láta gott af sér leiða með því að hlaupa með og safna peningum fyrir Duchenne-samtökin á Íslandi.

Baldvin Týr og Baldur Ari: „Monní, monní, monní!“ ...segja þeir í kór og hlæja svo saman.

Addú Sjöfn systir strákanna vill segja frá því sjálf af hverju hún vill hlaupa með og safna peningum fyrir samtökin: Til að læknirinn geti tekið Duchenn-ið úr strákunum.

Baldvin Týr Sifjarson 7 ára og Baldur Ari Hjörvarsson 6 ...
Baldvin Týr Sifjarson 7 ára og Baldur Ari Hjörvarsson 6 ára. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það er líka alveg rétt hjá henni því peningar sem safnast fyrir Duchenne-samtökin gegnum áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoninu renna í rannsóknir á sjúkdómnum. Enn sem komið er er engin lækning fundin og þess vegna vill fjölskyldan leggja sitt af mörkum til að safna peningum til að hægt sé að gera meiri vísindarannsóknir í þeirri von að lyf eða einhver lækning finnist við Duchenne.

Bara strákar fá Duchenne-sjúkdóminn og þeir sem fá hann fæðast með ákveðinn galla í einu geni í líkamanum sem gerir þá þreytta og vöðvana þeirra slakari en hjá öðrum. Þegar strákar sem eru með Duchenne eru orðnir eldri nota þeir hjólastól til að fara allra sinna ferða. Baldvin Týr og Baldur Ari geta núna alveg staðið upp úr stólunum sínum þó þeir geti ekki gengið eða hlaupið eins mikið og aðrir.

Bræðurnir voru á fleygiferð um skólalóðina þegar ljósmyndari Barnablaðsins kom og smellti af þeim myndum. Þeir segjast reyndar ekkert mikið þurfa að æfa sig fyrir hlaupið, enda séu þeir orðnir mjög góðir í að stýra bílunum sínum fínu. Þeim finnst best að fara hratt og litlu systrunum finnst líka spennandi að fá far.

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...