Endurbætur á illa farinni Sprengisandsleið

Sprengisandsleið, nálægt Versölum.
Sprengisandsleið, nálægt Versölum.

Syðsti hlutinn af Sprengisandsleið (F26) er talsvert illa farinn og stórir steinar víða á miðjum veginum auk þess sem svokölluð þvottabretti hrista vegfarendur fram og til baka. Haukur Pálmason, verkstjóri Vegargerðarinnar í Vík, segir að nú standi hins vegar til að fara í endurbætur og stefnan sé að framkvæmdir hefjist strax í komandi viku.

„Það er verið að fara að vinna í þeim vegi, vonandi verður farið í það í næstu viku. Það er aðeins undir verktakanum komið en ef öll plön standast verður byrjað bara strax eftir helgi,“ segir Haukur í samtali við mbl.is. Hann segir allt fjármagn komið fyrir framkvæmdirnar og að vegurinn, sem er malarvegur, verði lagaður.

Sá kafli vegarins sem er hvað verst farinn að áliti blaðamanns mbl.is sem var á staðnum nýlega er neðsti hlutinn, sem nær frá Versölum og Stóraveri niður á malbik í Þjórsárdal.

Myndin er tekin í vikunni á Sprengisandsleið.
Myndin er tekin í vikunni á Sprengisandsleið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert