„Ég hef stefnt að þessu lengi“

Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi.
Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi. ljósmynd/Sigurlína Erla Magnúsdóttir

Ég er mjög ánægður. Ég hef stefnt að þessu lengi,“ segir Máni Hilmarsson sem var valinn í íslenska landsliðið í hestaíþróttum um helgina. Máni var á leiðinni heim af Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Hólum Hjaltadal um helgina þegar mbl.is hafði samband.

Máni tekur þátt á Heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi 7. til 14. ágúst á hestinum sínum Presti frá Borgarnesi í fimmgangsgreinum sem ungmenni á mótinu. Saman hefur þetta par náð góðum árangri síðustu ár og urðu þeir í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmótinu en í fyrra hömpuðu þeir Íslandsmeistaratitlinum. 

Máni fékk símtal í gær frá Páli Braga Hólmarssyni, landsliðseinvaldinum svokallaða, þar sem hann bauð hann velkominn í liðið sem fimmta og þar með síðasta ungmennið sem var valið fyrir Íslands hönd. „Þetta var skemmtilegt símtal,“ rifjar Máni upp.

Mótið í Hollandi leggst í vel í Mána sem er tvítugur Borgnesingur. Hann er hins vegar ekki eins hrifinn af tilhugsuninni um að þurfa að skilja Prest eftir í útlöndum. Þegar íslenskir hestar eru fluttir úr landi mega þeir ekki koma aftur til landsins.

Íslandsmót á Hólum

Íslandsmót yngri flokka var haldið í fyrsta skipti á Hólum í Hjaltadal. Mótið gekk vel fyrir sig þrátt fyrir talsverða úrkomu að sögn mótshaldara. Í fyrra var landsmót hestamanna haldið á Hólum í fyrsta skipti og gekk vel. 

Keppt var í fjölmörgum greinum bæði í barna-, unglinga- og ungmennaflokki á mótinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.

Hér er hægt að sjá helstu niðurstöður.  

Landslið Íslands skipa að þessu sinni:

Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk T1 V1
Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum T1 V1
Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík T1 V1
Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum F1 T1 pp1
Viðar Ingólfsson og Kjarkur frá Skriðu F1 T2 pp1
Svavar Örn Hreiðarsson og Hekla frá Akureyri P1 p2 pp1
Ævar Örn Guðjónsson og Vaka frá Sjávarborg p1 p2 pp1

Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli p1 p2 pp1
Guðmundur Björgvinsson og Straumur frá Feti T1 V1
Reynir Örn Pálmason og liggur ekki fyrir
Kristín Lárusdóttir og Óðinn von Hagenbuch T1 V1

Ungmenni
Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk T1 V1
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku T1 T2
Konráð Valur Sveinsson og Sleipnir frá Skör P1 P2 pp1
Anna Bryndís Zingsheim og Náttrún vom Forstwald T1 V1

Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi

Þau kynbótahross sem hafa verið valin eru:
Hryssur 5v - Buna frá Skrúð kn Björn Haukur Einarsson
Stóðhestar 5v - Grani frá Torfunesi kn Sigurður Matthíasson
Hryssur 6v - Hervör frá Hamarsey kn Vignir Jónasson
Stóðhestar 6v - Hængur frá Bergi kn Jakob Svavar Sigurðsson
Hryssur 7v og eldri - Hnit frá Koltursey kn Sigurður Vignir Matthíasson
Stóðhestar 7v og eldri - Þórálfur frá Prestbæ kn Þórarinn Eymundsson

Ljósmynd/Sigurlína Erla Magnúsdóttir
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Sandra frá Dufþaksholti Íslandsmeistarar í slaktaumatölti …
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Sandra frá Dufþaksholti Íslandsmeistarar í slaktaumatölti unglinga. ljósmynd/Sigurlína Erla Magnúsdóttir
Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk eru Íslandsmeistarar í tölti …
Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk eru Íslandsmeistarar í tölti ungmenna og fara þeir á heimsmeistaramótið. Ljósmynd/Sigurlína Helga Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert