Skortur hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á sjúklinga

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri ...
Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir betri mönnun hjúkrunarfræðinga hafa áhrif á það hvernig sjúklingum reiðir af. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum heilt yfir. Þetta hefur áhrif á sjúklingana og Landspítalinn finnur greinilega fyrir þeirri ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að sækja ekki um á Landspítalanum í vor. Á bráðalyflækningadeild eru meðal annars allar vaktir keyrðar á undirmönnun. Dæmi eru um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélögum sé allt að 70.000 krónur.

Vantar 130 hjúkrunarfræðinga

„Við vorum búin að áætla það núna í vor að miðað við þarfir sjúklinga vildum við bæta við okkur svona 130 hjúkrunarfræðingum,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. 

Að sögn Sigríðar er Landspítalinn stærsti vinnustaður landsins og þar starfa 1400-1500 hjúkrunarfræðingar. „Það er talað um að hjúkrunarfræðingar séu svona hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega á sjúkrahúsum, þannig að við finnum bara mjög mikið fyrir því ef við náum ekki að manna vel,“ segir Sigríður.

Útskrifum ekki nægilega marga

Sigríður segir alþjóðlegan skort á hjúkrunarfræðingum og hann fari stigvaxandi. Hér á landi eru ýmsir þættir sem hafa áhrif. „Við til dæmis útskrifum ekki nægilega marga hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður og bætir við að á sama tíma séu stórir árgangar að hefja töku lífeyris ásamt því að þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga sé að aukast.

Ein ástæða þess að þörf fyrir hjúkrunarfræðinga er að aukast er sú að þjóðin er að eldast. „Það eru aldraðir sem nýta mest heilbrigðisþjónustu,“ segir Sigríður. Ástandið í samfélaginu er einnig áhrifaþáttur. „Það er bara svo margt annað í boði og hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur vinnukraftur. Það er lágt atvinnuleysishlutfall og mikil eftirspurn eftir starfsfólki,“ segir Sigríður.

Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til ...
Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til þess að manna þær stöður sem vantar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hefur áhrif á sjúklingana

Sigríður bendir á að hjúkrunarfræðingar sæki einnig mögulega í auknum mæli í önnur störf til þess að losa úr vaktavinnuumhverfinu. „Jafnvel þótt mörgum finnist þetta hugsanlega mest spennandi starfsvettvangurinn þá reynir það [vaktavinna] á fjölskyldulífið.“

Að sögn Sigríðar eru margar rannsóknir sem styðja það að sjúklingum reiði betur af sé góð mönnun hjúkrunarfræðinga. „Það sem gerist ef við höfum ekki nægt fólk er að þá er meira álag á þá sem fyrir eru og við þurfum að reiða okkur á að þau vinni yfirvinnu, langt umfram það sem þau hafa sjálf áhuga á,“ segir Sigríður að lokum.

Vonar að staðan lagist með haustinu

Svanhildur Sigurjónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri bráðalyflækningadeildar Landspítalans, segir deildina finna gríðarlega fyrir því að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hafi ekki skilað sér á spítalann. „Við réðum einn í sumarafleysingu í sumar en við erum bjartsýn á að þessir krakkar skili sér með haustinu,“ segir Svanhildur.

Frétt mbl.is: Hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans

„Við erum að keyra á undirmönnun allar vaktir, svo koma líka sumarlokanir sem við finnum mikið fyrir,“ segir Svanhildur og bætir við þau séu bjartsýn á að fleiri hjúkrunarfræðingar bætist í hópinn í haust. Að sögn Svanhildar var nýlega auglýst eftir fjórum hjúkrunarfræðingum á deildina og þegar viðtal við blaðamann átti sér stað átti eftir að vinna úr þeim umsóknum.

Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans.
Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Munur á grunnlaunum 70.000 krónur

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Elísabetu Brynjarsdóttur, nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing, til þess að athuga hvort hópurinn hefði í huga að sækja um á Landspítalanum í haust. „Þetta datt svolítið niður eftir að sumarið byrjaði, það fóru bara allir að vinna á sínum stöðum,“ segir Elísabet en bætir við að það sé vert að taka stöðuna aftur fyrir haustið.

Elísabet segir ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga aðallega kjaratengda. Að sögn hennar eru dæmi um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélagi sé allt að 70.000 krónur. „Nú erum við búin að prófa annað. Við höfum fengið að upplifa það að geta verið í fríi, geta verið veik, finna minna álag og vera ekki búin á því eftir hverja vakt,“ segir Elísabet.

Mikil samheldni í hópnum

Að sögn Elísabetar leituðu flestir í árganginum í hjúkrunarstörf. „Það fer alltaf einhver hópur í flugfreyjuna en það er samt mun stærri hópur að leita eftir því að vinna sem hjúkrunarfræðingar, sem er jákvætt að mínu mati,“ segir Elísabet.

Elísabet segir mikla samheldni hafa ríkt í hópnum fyrir sumarið og er hún ánægð með það hversu margir virðist áhugasamir um kjaramál sín og réttindi. „Ég hef ekki lagt það fyrir en það væri mjög áhugavert að hittast í lok sumar og taka stöðuna. Þessu er ekkert lokið, fólk er ennþá ósátt og þótt einhverjir myndu fara að skila sér inn á spítalann er enginn að samþykkja það sem er í boði þar launatengt,“ segir Elísabet ákveðin.

mbl.is

Innlent »

Vill sætið sem Sigmundur skipar

12:55 Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október. Meira »

Vill fjórmenninga áfram í haldi

12:18 Fjórir Pólverjar, þar af einn búsettur á Íslandi, eru grunaðir um smygl á afmfetamínbasa til landsins. Lögreglan mun í dag fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum. Meira »

Mun ekki ljúka við 12 frumvörp

11:59 Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar gerir ekki ráð fyrir að ljúka við þau tólf frumvörp sem ríkisstjórnin var búin að samþykkja áður en kom til stjórnarslita. Meira »

Búist við stormi sunnantil

11:58 Kröpp lægð kemur upp að landinu í fyrramálið með hlýju lofti og miklum raka. Á Suðausturlandi mun rigna mikið á morgun frá morgni til kvölds. Á Austfjörðum verður regnið mest frá hádegi og fram á kvöld. Í öðrum landshlutum getur rignt talsvert þegar hitaskilin ganga norðvestur yfir landið. Meira »

Ekkert sjósund vegna saurlamengunar

11:49 Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi. Vegna framkvæmda getur verið nauðsynlegt að losa skólp um yfirföll í sjó. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst á eftir. Meira »

Fresta viðgerð á Herjólfi

11:42 Vandamál hafa komið upp með afhendingu varahluta í Herjólf og því verður viðgerð frestað til að tryggja siglingar til Vestmannaeyja eftir 30. september. Er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand, þannig að skipið hefji áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Meira »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Tveir staðnir að reykingum um borð

11:38 Tveir flugfarþegar urðu síðastliðinn sólarhring uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...