Skortur hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á sjúklinga

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri ...
Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir betri mönnun hjúkrunarfræðinga hafa áhrif á það hvernig sjúklingum reiðir af. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum heilt yfir. Þetta hefur áhrif á sjúklingana og Landspítalinn finnur greinilega fyrir þeirri ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að sækja ekki um á Landspítalanum í vor. Á bráðalyflækningadeild eru meðal annars allar vaktir keyrðar á undirmönnun. Dæmi eru um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélögum sé allt að 70.000 krónur.

Vantar 130 hjúkrunarfræðinga

„Við vorum búin að áætla það núna í vor að miðað við þarfir sjúklinga vildum við bæta við okkur svona 130 hjúkrunarfræðingum,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. 

Að sögn Sigríðar er Landspítalinn stærsti vinnustaður landsins og þar starfa 1400-1500 hjúkrunarfræðingar. „Það er talað um að hjúkrunarfræðingar séu svona hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega á sjúkrahúsum, þannig að við finnum bara mjög mikið fyrir því ef við náum ekki að manna vel,“ segir Sigríður.

Útskrifum ekki nægilega marga

Sigríður segir alþjóðlegan skort á hjúkrunarfræðingum og hann fari stigvaxandi. Hér á landi eru ýmsir þættir sem hafa áhrif. „Við til dæmis útskrifum ekki nægilega marga hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður og bætir við að á sama tíma séu stórir árgangar að hefja töku lífeyris ásamt því að þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga sé að aukast.

Ein ástæða þess að þörf fyrir hjúkrunarfræðinga er að aukast er sú að þjóðin er að eldast. „Það eru aldraðir sem nýta mest heilbrigðisþjónustu,“ segir Sigríður. Ástandið í samfélaginu er einnig áhrifaþáttur. „Það er bara svo margt annað í boði og hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur vinnukraftur. Það er lágt atvinnuleysishlutfall og mikil eftirspurn eftir starfsfólki,“ segir Sigríður.

Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til ...
Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til þess að manna þær stöður sem vantar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hefur áhrif á sjúklingana

Sigríður bendir á að hjúkrunarfræðingar sæki einnig mögulega í auknum mæli í önnur störf til þess að losa úr vaktavinnuumhverfinu. „Jafnvel þótt mörgum finnist þetta hugsanlega mest spennandi starfsvettvangurinn þá reynir það [vaktavinna] á fjölskyldulífið.“

Að sögn Sigríðar eru margar rannsóknir sem styðja það að sjúklingum reiði betur af sé góð mönnun hjúkrunarfræðinga. „Það sem gerist ef við höfum ekki nægt fólk er að þá er meira álag á þá sem fyrir eru og við þurfum að reiða okkur á að þau vinni yfirvinnu, langt umfram það sem þau hafa sjálf áhuga á,“ segir Sigríður að lokum.

Vonar að staðan lagist með haustinu

Svanhildur Sigurjónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri bráðalyflækningadeildar Landspítalans, segir deildina finna gríðarlega fyrir því að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hafi ekki skilað sér á spítalann. „Við réðum einn í sumarafleysingu í sumar en við erum bjartsýn á að þessir krakkar skili sér með haustinu,“ segir Svanhildur.

Frétt mbl.is: Hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans

„Við erum að keyra á undirmönnun allar vaktir, svo koma líka sumarlokanir sem við finnum mikið fyrir,“ segir Svanhildur og bætir við þau séu bjartsýn á að fleiri hjúkrunarfræðingar bætist í hópinn í haust. Að sögn Svanhildar var nýlega auglýst eftir fjórum hjúkrunarfræðingum á deildina og þegar viðtal við blaðamann átti sér stað átti eftir að vinna úr þeim umsóknum.

Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans.
Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Munur á grunnlaunum 70.000 krónur

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Elísabetu Brynjarsdóttur, nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing, til þess að athuga hvort hópurinn hefði í huga að sækja um á Landspítalanum í haust. „Þetta datt svolítið niður eftir að sumarið byrjaði, það fóru bara allir að vinna á sínum stöðum,“ segir Elísabet en bætir við að það sé vert að taka stöðuna aftur fyrir haustið.

Elísabet segir ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga aðallega kjaratengda. Að sögn hennar eru dæmi um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélagi sé allt að 70.000 krónur. „Nú erum við búin að prófa annað. Við höfum fengið að upplifa það að geta verið í fríi, geta verið veik, finna minna álag og vera ekki búin á því eftir hverja vakt,“ segir Elísabet.

Mikil samheldni í hópnum

Að sögn Elísabetar leituðu flestir í árganginum í hjúkrunarstörf. „Það fer alltaf einhver hópur í flugfreyjuna en það er samt mun stærri hópur að leita eftir því að vinna sem hjúkrunarfræðingar, sem er jákvætt að mínu mati,“ segir Elísabet.

Elísabet segir mikla samheldni hafa ríkt í hópnum fyrir sumarið og er hún ánægð með það hversu margir virðist áhugasamir um kjaramál sín og réttindi. „Ég hef ekki lagt það fyrir en það væri mjög áhugavert að hittast í lok sumar og taka stöðuna. Þessu er ekkert lokið, fólk er ennþá ósátt og þótt einhverjir myndu fara að skila sér inn á spítalann er enginn að samþykkja það sem er í boði þar launatengt,“ segir Elísabet ákveðin.

mbl.is

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...