Skortur hjúkrunarfræðinga hefur áhrif á sjúklinga

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri ...
Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum á öllum deildum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir betri mönnun hjúkrunarfræðinga hafa áhrif á það hvernig sjúklingum reiðir af. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Á Landspítalanum er skortur á hjúkrunarfræðingum heilt yfir. Þetta hefur áhrif á sjúklingana og Landspítalinn finnur greinilega fyrir þeirri ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga að sækja ekki um á Landspítalanum í vor. Á bráðalyflækningadeild eru meðal annars allar vaktir keyrðar á undirmönnun. Dæmi eru um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélögum sé allt að 70.000 krónur.

Vantar 130 hjúkrunarfræðinga

„Við vorum búin að áætla það núna í vor að miðað við þarfir sjúklinga vildum við bæta við okkur svona 130 hjúkrunarfræðingum,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. 

Að sögn Sigríðar er Landspítalinn stærsti vinnustaður landsins og þar starfa 1400-1500 hjúkrunarfræðingar. „Það er talað um að hjúkrunarfræðingar séu svona hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustu, sérstaklega á sjúkrahúsum, þannig að við finnum bara mjög mikið fyrir því ef við náum ekki að manna vel,“ segir Sigríður.

Útskrifum ekki nægilega marga

Sigríður segir alþjóðlegan skort á hjúkrunarfræðingum og hann fari stigvaxandi. Hér á landi eru ýmsir þættir sem hafa áhrif. „Við til dæmis útskrifum ekki nægilega marga hjúkrunarfræðinga,“ segir Sigríður og bætir við að á sama tíma séu stórir árgangar að hefja töku lífeyris ásamt því að þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga sé að aukast.

Ein ástæða þess að þörf fyrir hjúkrunarfræðinga er að aukast er sú að þjóðin er að eldast. „Það eru aldraðir sem nýta mest heilbrigðisþjónustu,“ segir Sigríður. Ástandið í samfélaginu er einnig áhrifaþáttur. „Það er bara svo margt annað í boði og hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur vinnukraftur. Það er lágt atvinnuleysishlutfall og mikil eftirspurn eftir starfsfólki,“ segir Sigríður.

Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til ...
Á Íslandi útskrifast ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar ár hvert til þess að manna þær stöður sem vantar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hefur áhrif á sjúklingana

Sigríður bendir á að hjúkrunarfræðingar sæki einnig mögulega í auknum mæli í önnur störf til þess að losa úr vaktavinnuumhverfinu. „Jafnvel þótt mörgum finnist þetta hugsanlega mest spennandi starfsvettvangurinn þá reynir það [vaktavinna] á fjölskyldulífið.“

Að sögn Sigríðar eru margar rannsóknir sem styðja það að sjúklingum reiði betur af sé góð mönnun hjúkrunarfræðinga. „Það sem gerist ef við höfum ekki nægt fólk er að þá er meira álag á þá sem fyrir eru og við þurfum að reiða okkur á að þau vinni yfirvinnu, langt umfram það sem þau hafa sjálf áhuga á,“ segir Sigríður að lokum.

Vonar að staðan lagist með haustinu

Svanhildur Sigurjónsdóttir, aðstoðardeildarstjóri bráðalyflækningadeildar Landspítalans, segir deildina finna gríðarlega fyrir því að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hafi ekki skilað sér á spítalann. „Við réðum einn í sumarafleysingu í sumar en við erum bjartsýn á að þessir krakkar skili sér með haustinu,“ segir Svanhildur.

„Við erum að keyra á undirmönnun allar vaktir, svo koma líka sumarlokanir sem við finnum mikið fyrir,“ segir Svanhildur og bætir við þau séu bjartsýn á að fleiri hjúkrunarfræðingar bætist í hópinn í haust. Að sögn Svanhildar var nýlega auglýst eftir fjórum hjúkrunarfræðingum á deildina og þegar viðtal við blaðamann átti sér stað átti eftir að vinna úr þeim umsóknum.

Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans.
Svanhildur Sigurjónsdóttir aðstoðardeildarstjóri á bráðalyflækningadeild Landspítalans. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Munur á grunnlaunum 70.000 krónur

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Elísabetu Brynjarsdóttur, nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing, til þess að athuga hvort hópurinn hefði í huga að sækja um á Landspítalanum í haust. „Þetta datt svolítið niður eftir að sumarið byrjaði, það fóru bara allir að vinna á sínum stöðum,“ segir Elísabet en bætir við að það sé vert að taka stöðuna aftur fyrir haustið.

Elísabet segir ákvörðun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga aðallega kjaratengda. Að sögn hennar eru dæmi um að munur á grunnlaunum hjúkrunarfræðinga hjá Landspítala og sveitarfélagi sé allt að 70.000 krónur. „Nú erum við búin að prófa annað. Við höfum fengið að upplifa það að geta verið í fríi, geta verið veik, finna minna álag og vera ekki búin á því eftir hverja vakt,“ segir Elísabet.

Mikil samheldni í hópnum

Að sögn Elísabetar leituðu flestir í árganginum í hjúkrunarstörf. „Það fer alltaf einhver hópur í flugfreyjuna en það er samt mun stærri hópur að leita eftir því að vinna sem hjúkrunarfræðingar, sem er jákvætt að mínu mati,“ segir Elísabet.

Elísabet segir mikla samheldni hafa ríkt í hópnum fyrir sumarið og er hún ánægð með það hversu margir virðist áhugasamir um kjaramál sín og réttindi. „Ég hef ekki lagt það fyrir en það væri mjög áhugavert að hittast í lok sumar og taka stöðuna. Þessu er ekkert lokið, fólk er ennþá ósátt og þótt einhverjir myndu fara að skila sér inn á spítalann er enginn að samþykkja það sem er í boði þar launatengt,“ segir Elísabet ákveðin.

mbl.is

Innlent »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

Safnaði 1,7 milljón fyrir Bleiku slaufuna

15:13 Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

„Fæ líka pósta með ábendingum“

14:55 „Ég ákvað að hitta í fyrramálið sjómannaforystuna og útgerðarmenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í ráðuneytinu var í morgun haldinn fundur vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. Meira »

Í gæsluvarðhaldi til 6. desember

14:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað manninn og konuna sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi í gæsluvarðhald til sjötta desember. Meira »

Unnustan og nágranni með aðra sögu

14:36 Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní. Meira »

„Fólk vill oft gleymast“

14:27 „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

14:04 Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf. Meira »

Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

13:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar fljótlega

13:00 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður. Meira »

Börnin koma af vígvellinum

13:50 „Samfélagið allt þarf að vera tilbúið að standa með börnum sem koma frá ofbeldisheimilum en þau hafa hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið vitni að hræðilegum hlutum. Þessi hópur er ekki hávær og af þeirri ástæðu er mikilvægt að passa upp á að hann gleymist ekki.“ Meira »

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

13:11 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Meira »

Verða að auglýsa að dýr séu leyfð

12:57 Ekki er heimilt að koma með hunda eða ketti inn í veitingastaði eða mötuneyti þar sem mæting er ekki valfrjáls eða á stöðum þar sem fólki er gert að sækja þjónustu. Þá ber að auglýsa það vandlega áður en komið er inn á staðinn að dýrunum sé heimilaður aðgangur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Tattoo
...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...