Eitt fárra landa sem takmarka ljósabekkjanotkun

Notkun ljósabekkja hefur verið á undanhaldi hér á landi undanfarin …
Notkun ljósabekkja hefur verið á undanhaldi hér á landi undanfarin ár.

Ísland er í hópi rúmlega tíu landa þar sem aldurstakmark er á notkun ljósabekkja, en hér á landi er óheimilt að selja ungmennum yngri en 18 ára aðgang að ljósabekk.

Í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, WHO, kemur fram að notkun ljósabekkja sé talin valda meira en 10 þúsund sortuæxlistilfellum á hverju ári og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum tegundum húðkrabbameins í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Líkurnar á því að fá slíkt krabbamein aukast verulega eftir því sem fólk er yngra þegar það fer í mikla sól eða ljósabekk.

Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnastjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, á sæti í samstarfshópi gegn útfjólubláum geislum, en hópurinn gerir árlegar kannanir á ljósabekkjanotkun meðal almennings sem sýna að hún minnkar ár frá ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert