Fólk rólegt en framtíðin óljós

Bærinn Uummannaq á Grænlandi. Þar er skortur á húsnæði en …
Bærinn Uummannaq á Grænlandi. Þar er skortur á húsnæði en ljóst er að smíði á nýjum húsum mun ekki geta hafist fyrr en næsta sumar. Ljósmynd/Jón Brynjar Birgisson

Rólegt er yfir grænlenska þorpinu Uummannaq, að sögn Jóns Brynjars Birgissonar, sviðsstjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum á Íslandi, en hann er nú staddur í þorpinu.

„Fólk ber tilfinningarnar ekki utan á sér, það er nokkuð ljóst,“ segir Jón í Morgunblaðinu í dag.

Um mánuður er frá því að mikið berghlaup varð þess valdandi að flóðbylgja fór yfir bæinn Nuugaatsiaq, sem er á norðvesturströnd Grænlands. Tveir bæir voru í kjölfarið rýmdir vegna hættu á frekara berghlaupi úr fjöllum í næsta nágrenni. Ekki lítur út fyrir að fólk sem bjó á þeim svæðum sem voru rýmd í kjölfar berghlaupsins og flóðbylgjunnar við Nuugaatsiaq muni eiga afturkvæmt til heimila sinna á næstu misserum.

Fólkið sem flutt var frá hamfarasvæðunum hefur aðsetur í Uummannaq. „Vistin er að mestu tímabundin,“ segir Jón. Þörf sé á að smíða fleiri hús í Uummannaq. Smíði getur þó ekki hafist fyrr en næsta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert