Fyrsta hús Högnu var í Eyjum

Brekkugerði 19 í Reykjavík.
Brekkugerði 19 í Reykjavík.

Í frétt Morgunblaðsins og mbl.is á laugardaginn um hús teiknað af Högnu Sigurðardóttur arkitekt og nú er til sölu sagði að húsið væri það fyrsta sem hún hefði teiknað.

Það er ekki rétt; hús sem stóð við Búastaðabraut 11 í Vestmannaeyjum var fyrsta húsið sem reist var hér eftir teikningum Högnu, en það hús skemmdist í Heimaeyjargosinu 1973.

Í fréttinni var ennfremur ranglega sagt að Högna hefði verið fyrsti íslenski kvenkynsarkitektinn. Svo var ekki, því það var Halldóra Briem. Beðist er velvirðingar á þessum rangfærslum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert