Heldur áfram sundi í kringum landið

Jón Eggert stingur sér aftur til sunds á laugardagsmorgun.
Jón Eggert stingur sér aftur til sunds á laugardagsmorgun. Mynd/Pamela Perez

„Það er svo vont veður núna þannig ég er í „brælufríi“ þangað til um helgina,“ segir Jón Eggert Guðmundsson, sem ætlar sér að synda í kringum Ísland á sjö árum til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Fyrri áfanga þessa árs tók hann byrjun júlí og synti þá vel yfir 100 kílómetra, en síðari áfangi ársins er ætlaður um helgina. „Ég hef bát og gott veður á laugardagsmorgunn. Spáin er frábær um helgina.“

Jón Eggert mun stinga sér til sunds rétt við gömlu sundlaugina í Hafnarfirði ef spáin gengur eftir. Hann tekur fram að sundlaugin sé reyndar í um 100 metra fjarlægð frá þeim stað sem sundið hefst en hann ætti þó ekki að fara fram hjá þeim sem vilja fylgjast með honum synda fyrsta spölinn.

„Ef allt gengur vel þá klára ég leiðina frá Sundhöllinni í Hafnarfirði og að Garðskaga á þremur dögum, en í heildina eru það um 40 kílómetrar. Um er að ræða síðari hluti sundsins á þessu ári og ef hann nær að klára þessa vegalengd þá er hann búin með um 200 kílómetra af rúmlega 1.300 kílómetrum sem vegalengdin er í heildina. Jón Eggert stefnir svo á að klára sundið á næstu sex árum.

Ár er síðan Jón Eggert hjólaði strand­vega­hring­inn til styrkt­ar fé­lag­inu og fyr­ir ell­efu árum gekk hann sömu leið. Hann hef­ur kaj­akræðara með sér og sigl­inga­klúbbur­inn Þytur fylg­ir hon­um einnig hluta leiðar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert