Léttskýjað og hlýtt um helgina

Víða verður léttskýjað og hlýtt á föstudag.
Víða verður léttskýjað og hlýtt á föstudag. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Búast má við því að slæmt veður gangi yfir sunnanvert landið á morgun og miðvikudag. Eftir það er útlit fyrir að birti til og hiti fari jafnvel í 20°C víðs vegar um landið í vikunni.

Von er á lægð á morgun við suðvesturströnd landsins sem færist svo suðaustur. Ekki er von á að lægðin standi lengi yfir en má búast við talsverðri úrkomu og vindi um tíma. Lægðinni fylgja svo talsverð hlýindi en búast má við að hiti fari upp í 20°C á Norðurlandi á miðvikudag.

Á fimmtudag verður léttara yfir og tekið að hlýna, einkum á Vesturlandi. Víða verður léttskýjað og hlýtt á föstudag og hiti gæti náð 20°C á vesturhluta landsins. Útlit er fyrir að gott veður haldist fram yfir laugardag.  

Vonandi geta landsmenn notið blíðviðris þegar líður á vikuna.
Vonandi geta landsmenn notið blíðviðris þegar líður á vikuna. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert