Met slegið í júní í Leifsstöð

Fjöldi fólks beið eftir töskunni sinni í Leifsstöð um helgina.
Fjöldi fólks beið eftir töskunni sinni í Leifsstöð um helgina. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Töluverð örtröð myndaðist í farangurssal Keflavíkurflugvallar aðfaranótt laugardags og að sögn komufarþega sem þá var í flugstöðinni þurfti að setja farangur þriggja véla á eitt færiband.

Voru dæmi um að töskur farþega færu hring eftir hring þar sem fólk átti erfitt með að komast að færibandinu vegna mannmergðar.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þrátt fyrir gífurlegan fjölda sem fari um flugvöllinn hafi gengið ótrúlega vel að koma fólki vel og örugglega í gegnum flugstöðina. Hann bendir á að það sem af er þessu ári hafi fleiri farið um flugstöðina en allt árið 2013 og álíka margir og 2014. Þá hafi aldrei fleiri farið um Keflavíkurflugvöll á einum mánuði en í júní á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert