Mikið æti af síli hjá lundanum í ár

Lundar eru rannsakaðir árlega og þar er m.a. varp þeirra …
Lundar eru rannsakaðir árlega og þar er m.a. varp þeirra kannað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill sílaburður eru stærstu fregnirnar það sem af er síðara lundaralli Náttúrustofu Suðurlands, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá stofunni.

Hið síðara lundarall hófst fyrr í júlí en rallið er árleg rannsóknarferð náttúrustofunnar þar sem varpárangur lunda er mældur á landsvísu.

Þegar Morgunblaðið ræddi við Erp í gær hafði hann ásamt starfsfélögum sínum verið við athuganir í Akurey á Kollafirði. Erpur sagði ástand þar mjög gott. „Við tengjum hið góða ástand við mikinn sílaburð, t.d. mikið af sandsíli. Við sáum votta fyrir því í fyrra, þannig að sílið virðist vera að taka við sér,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert