Nafn mannsins sem lést á Selfossi

mbl.is/Sverrir

Maðurinn sem lést eftir að hafa orðið undir bifreið sem hann var að gera við á Víkurheiði á Selfossi á þriðjudag í síðustu viku hét Bjarki Már Guðnason og var á 19. ári.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Slysið klukk­an níu um kvöld á þriðju­dag­inn en Bjarki hafði verið að vinna und­ir bif­reið. Féll hún af tjakki með þeim af­leiðing­um að maður­inn klemmd­ist fast­ur. End­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir þá báru ár­ang­ur á staðnum og var hann flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á bráðamót­töku. Þar var hann úrskurðaður látinn á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert