Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti til Barcelona fyrir Reykjavík

Reykjavíkurdætur verða meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á …
Reykjavíkurdætur verða meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni í Barcelona. mbl.is/Styrmir Kári

Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti verða meðal þeirra listamanna sem koma fram á La Mercé-hátíðinni í Barcelona í september nk. en Reyjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár. Nöfn listamannanna voru kynnt á blaðamannafundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur og Ödu Calou borgarstjóra Barcelona í morgun.

Calou sagði að viðbrögð íbúa Barcelona við þátttöku Reykjavíkur hefðu verið mjög sterk og jákvæð. La Mercé er skipulögð af menningarskrifstofu borgarinnar og er stærsta hátíð Barcelona. Uppruna hennar má rekja til 1871.

Íslensku þátttakendurnir voru valdir af skipuleggjendum hátíðarinnar í samvinnu við Útón og menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

„Á hátíðinni koma fram flytjendur sem rappa, rokka og flytja klassíska tónlist og tóngjörninga. Fyrir hönd Íslands í Barselóna verða; Samaris, Kiasmos, Glowie, Emmsjé Gauti, Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, Reykjavíkurdætur, JFDR, Guðrún Ólafsdóttir, Milkywhale, Halldór Mar, Ingvar Björn, Sigríður Soffía Níelsdóttir og sýningin Full Dome Show.  Auk þessa verða sýndar fjórar myndir, heimildarmynd Péturs Einarssonar um hrunið, Hross í oss, mynd Benedikts Erlingssonar, tónlistarmyndin Bakgarðurinn eftir Árna Sveinsson og að lokum myndin Boken eftir Geoffrey Orthwein and Andrew Sullivan sem er vísindaskáldskapur um amerískt par sem ferðast til Íslands,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert