Skoða EFTA-aðild Breta

Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, voru stofnuð árið 1960.
Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, voru stofnuð árið 1960.

„Það verða gerðir fríverslunarsamningar við fimmta stærsta efnahagsríki heims og það er mjög mikilvægt að Ísland og hin EFTA-ríkin séu í forystu þegar kemur að fríverslun,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Innan EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, er verið að skoða ýmsar sviðsmyndir til að bregðast við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Aðild Breta að EFTA er ein af þeim.

„Þetta er eitt af því sem menn eru að skoða ásamt ýmsu öðru. Svona nokkuð er allt á frumstigi og það þarf að vera pólitískur vilji hjá viðkomandi löndum til að það verði einhvern tímann,“ segir Guðlaugur Þór í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert