Sólin sýnir sig á Austurlandi

Veðurútlit á hádegi í dag.
Veðurútlit á hádegi í dag. mbl.is

Fremur þungbúið og suðlæg átt, 5-10 m/s, verður á landinu vestanverðu í dag og má sum staðar búast við smáskúrum. Austanlands verður hins vegar öllu bjartara, víða sólríkt og fremur hlýtt í veðri.

Það gengur síðan í suðaustan hvassviðri á morgun, 10-23 m/s og má þá búast við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu um miðjan dag. Þessu fylgir talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Mun betra veður verður hins vegar norðaustanlands, en þar verður þurrt og lengst af bjartviðri og hiti um og yfir 20 stig þegar best lætur. Vindur verður þó fremur stífur.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert