Þjálfun slökkviliðsins skilaði sér

Slökkvilið að störfum á vettvangi. Mikill og heitur reykur gaus ...
Slökkvilið að störfum á vettvangi. Mikill og heitur reykur gaus upp og húsið fylltist af reyk þegar málmurinn komst í samband við steypuna. Ljósmynd/Víkurfréttir Hilmar Bragi

Þeir starfsmenn kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík sem voru á vakt í nótt, þegar 1600 °C heitur kísilmálmur rann niður á gólf eftir að ker sem verið var að tappa á yfirfylltist, brugðust hárrétt við. Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silcon, segir atvikið í nótt sýna að sú þjálfun sem starfsmenn hafi fengið hjá slökkviliði í viðbrögðum við eldi og öðru slíku sé að skila sér.

Það var um þrjúleytið í nótt er verið var að tappa málmi úr ljósbogaofninum í ker, svo nefndar deiglur, að deiglan yfirfylltist og sjóðheitur málmurinn rann niður á gólf. „Þegar svo heitur málmur kemst í samband við steypu þá gýs upp gríðarlega mikill og heitur reykur þannig að húsið fylltist af reyk. Starfsmenn brugðust hárrétt við, slökktu á ofninum, rýmdu húsið og kölluðu á slökkvilið og lögreglu,“ segir Kristleifur.

Reykurinn í húsinu hafi síðan minnkaði á meðan að slökkviliðið var á leiðinni og þá hafi starfsmenn farið aftur inn og náð tökum á ástandinu án aðstoðar slökkviliðs. Einn bíll frá slökkviliðinu var þó á vett­vangi um tíma starfs­mönn­um til halds og trausts.

Þekkt vandamál að ker yfirfyllist

„Stóra málið í þessu er að það meiddist enginn og starfsmenn brugðust hárrétt við og þurftu ekki aðstoð viðbragðsaðila,“ bætir hann við.

Heitur málmurinn bræddi bæði glussaslöngur og rafmagnskapla þegar hann rann niður á gólfið og sló þá rafmagn út á hluta gólfsins. Kristleifur segir nú þurfa að vinna að viðgerðum og fara yfir slöngur og búnað til að tryggja að allt sé í góðu standi þegar ofninn verður ræstur aftur, en það ferli geti tekið 2-3 daga.

Hann segir alþekkt í kísilmálmverksmiðjum að ker geti yfirfyllst með þessum afleiðingum, en vissulega vilji menn forðast að slík atvik eigi sér stað. „Sem betur fer þá var hins vegar búið að þjálfa starfsmenn í viðbrögðum við slíkum atvikum.“

Eldur kom upp í verksmiðjunni í apríl á þessu ári og var einnig slökkt á ljósbogaofninum eftir það atvik. Kristleifur segir rúmlega 30 atriði hafa verið lagfærð í kjölfar þeirrar stöðvunar og að eftir rekstur ofnsins gengið vel eftir að kveikt var á honum á ný, en verksmiðun hefur verið undir eftirliti Umhverfisstofnunnar. „Við höfum komist yfir marga þröskulda,“ segir hann og bætir við að rekstur svona fyrirtækis feli í sér endalausar umbætur og þannig þurfi það að vera þannig.

Ekki er enn farið að meta tjónið sem varð í nótt að sögn Kristleifs. „Það er verið að kæla málminn sem fór á gólfið, áður en hægt verður að fjarlægja hann. Í kjölfarið verða síðan skemmdir skoðaðar og farið að vinna að viðgerðum.“

mbl.is

Innlent »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

06:54 Hamur karlkyns geirfugls sem drepinn var í Eldey fyrir 173 árum kom í leitirnar á náttúrufræðisafni í Brussel. Þetta er stórfrétt að mati líffræðings hjá Náttúruminjaafni Íslands. Meira »

Ekki tæki langan tíma að loka

05:30 Slökkt var á ofni kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík á miðvikudag. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ástæðuna vera bilun í búnaði sem stýrir hæð rafskauta í bræðsluofni verksmiðjunnar. Meira »

Fleiri vilja fara utan vegna Gylfa

05:30 Ferðaskrifstofur á Íslandi hafa fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga á að fara á Everton-leiki eftir vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Swansea City til Everton. Meira »

Undirbúa fleiri árásir í Evrópu

05:30 Frá árinu 2003 hafa hátt í 740 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Evrópu. Þá hafa um 5.000 manns særst í árásum af þeim toga í álfunni. Meira »

Áætlunin er til að fara eftir

05:30 Starfsáætlun Alþingis 2017 til 2018 var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær. Starfsáætlunin er með hefðbundnu sniði og verður birt á vef stjórnarráðsins á mánudag. Meira »

Kennarar ræða aðgerðir

05:30 „Það er ekkert því til fyrirstöðu að við förum bara að undirbúa aðgerðir og verðum klár í slaginn um mánaðamótin október/nóvember,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara (FF). Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...