Vara við vexti í ám og lækjum

Rigning verður nánast um allt land á morgun klukkan 19.
Rigning verður nánast um allt land á morgun klukkan 19. Skjáskot

Spáð er mikilli rigningu um landið sunnan- og suðaustanvert eftir hádegi á morgun, og fram á miðvikudag. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Varað er við vexti í ám og lækjum í kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Ferðamenn eru beðnir um að hafa varann á í kringum ár og læki á svæðinu að því er fram kemur í tilkynningunni.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu upp úr hádegi á morgun með hvössum vindhviðum við fjöll, sem geta verið varasöm farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Einnig megi gera ráð fyrir talsverðri og sums staðar mikilli rigningu um tíma sunnanlands.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert