Óskar eftir spurningum frá almenningi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, óskar eftir því að almenningur sendi sér spurningar sem hann vill fá svar við í tengslum við uppreist æru Roberts Downey. Hún kemur síðan til með að fara með þær spurningar inn á sérstakan fund sem hún hefur óskað eftir í allsherjar- og menntamálanefnd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Minnihluti nefndarinnar hefur samþykkt beiðnina og því veltur það á nefndarformanni hvort og hvenær nefndin kemur saman til að ræða málið.

Eins og áður hefur komið fram hef­ur tals­vert verið fjallað um upp­reist æru eft­ir að lögmaður­inn Robert Dow­ney, áður Ró­bert Árni Hreiðars­son, fékk upp­reist æru og gat því end­ur­heimt lög­manns­rétt­indi sín en hann var árið 2008 dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um.

Þórhildur Sunna ætlar ennfremur að taka saman þær spurningar sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar af þeim stúlkum sem Robert Downey beitti kynferðisofbeldi, vill fá svör við og leggja fram á fundinum.

Hún hefur ennfremur óskað eftir því að fundurinn verði opinn almenningi. Dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem Þórhildur Sunna hefur óskað eftir að komi fyrir nefndina.

Í tilefni af því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kom saman í morgun vegna frumkvæðis Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, spurði Bergur Þór nokkurra spurninga á Facebook í morgun. Þær má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert