Slökktu á netinu og lugu um vélarbilun

Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Skipverjar Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Ófeigur

Fyrsti stýrimaður á Polar Nanoq, sá fimmti sem kallaður var til vitnisburðar í dómsmálinu um andlát Birnu Brjánsdóttur í dag, sagði ákærða Thomas Olsen hafa sagt að tvær stúlkur hefðu verið með honum og Nikolaj Olsen í bílnum aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.

Teknar verða skýrslur af sjö skipverjum grænlenska togarans í dag en Thomas, grænlenskur ríkisborgari fæddur árið 1987, er ekki viðstaddur vitnaleiðslurnar.

Stýrimaðurinn sagði frásögn Thomasar og félaga hans Nikolaj hafa tekið einhverjum breytingum eftir því sem á leið, en rætt hefði verið ýmist um eina stúlku eða tvær í bílnum með þeim þessa nótt. Thomas hefði hins vegar sagst hafa ekið tveimur stúlkum í verslun Krónunnar.

Textaskilaboð um stúlku og bíl

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði stýrimanninn um atburðina um borð í skipinu á meðan málið var í algleymingi á Íslandi.

„Ég kom á vakt klukkan tvö að íslenskum tíma, og þá var skipstjórinn að lesa um rauða bílinn og hafði fengið myndir frá útgerðinni á Íslandi. Ég held að klukkan fimm um nóttina hafi skipinu svo verið snúið við.“

Þá sagði hann að skipverjarnir hefðu rætt fram og til baka hvað segja ætti Thomasi. Var afráðið að segja honum að um vélarbilun væri að ræða.

„Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ bætti stýrimaðurinn við.

Vék hann sögunni því næst að textaskilaboðunum sem bárust Thomasi frá blaðamanni, en Thomas hafi sýnt honum þau. Skilaboðin hefðu verið á ensku og fjallað um stúlku og bíl.

Lögreglulið gengur niður landganginn úr togaranum Polar Nanoq í janúar.
Lögreglulið gengur niður landganginn úr togaranum Polar Nanoq í janúar. mbl.is/Eggert

Gaf Thomasi róandi lyf

„Hann var fölur og grár. Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að róa hann,“ en Thomas hafi verið mjög órólegur. Síðar hefði hann farið í herbergið hans, eftir að hafa rætt við skipstjórann.

„Þá hafði hann væntanlega lagt saman tvo og tvo, að eitthvað væri að,“ sagði stýrimaðurinn og bætti við að þarna hefði klukkan líklega verið átta eða níu um kvöld.

Sagðist hann hafa gefið Thomasi róandi töflu.

„Ef þú hefur ekki gert neitt þá hefurðu ekkert að óttast,“ sagðist hann hafa tjáð Thomasi. Hann hefði þá engu svarað heldur litið undan.

Grænlendingar þoli illa mótlæti

Verjandi Thomasar spurði vitnið hvernig manneskja Thomas væri.

„Það er erfitt að segja það núna, eftir allt sem hefur gerst, en Thomas var rólegur og vinalegur.“

Verjandinn spurði vitnið út í ummæli þess í lögregluskýrslu, þess efnis að Grænlendingar þyldu illa mótlæti.

„Ég er stýrimaður og þarf oft að brýna raust mína við undirmenn mína. Grænlendingarnir fara alltaf í baklás og verja sig, bera hönd fyrir höfuð sér og benda á einhvern annan; „það var ekki ég“.“

mbl.is

Innlent »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...