Styttist í að kartöflugeymslurnar verði opnaðar

Í byrjun október ætti starfsemi að vera farin í gang í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku þar sem á að vera miðstöð fyrir listir og hönnun ásamt veitingastað. Í dag var ný kartöfluuppskera kynnt í húsinu.

Við það tækifæri ræddi mbl.is við Kristin Brynjólfsson innanhússarkitekt og eiganda hússins og fékk að litast um. Hann hefur verið viðloðandi verkefnið frá árinu 1996 en upphaflega var byggingin sprengjugeymsla í Hvalfirði í seinni heimsstyrjöld, byggð af bandaríska hernum. Eftir stríð var húsið flutt til Reykjavíkur af athafnamanninum Jóhannesi G. Helgasyni og nýtt sem kartöflugeymsla. 

Hægt er að kynna sér verkefnið betur hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert