Endurmeta hæð stígsins við Rauðagerði

Unnið að því að grafa upp úr stígstæðinu og fjarlægja …
Unnið að því að grafa upp úr stígstæðinu og fjarlægja tré. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar endurhönnun á hæðarlegu hjólreiðastígs sem til stendur að leggja við Rauðagerði í Reykjavík.

Deilur hafa staðið um framkvæmdirnar og hluti íbúa við Rauðagerði, Ásenda og Tunguveg vakið athygli á meintum misbrestum við framkvæmdirnar. Hafa þeir m.a. stöðvað framkvæmdirnar í tvígang í sumar. Í kjölfar síðara skiptisins, 1. júlí sl., kom fram í máli talsmanns íbúa að borgin hefði sýnt áhuga á að vinna með íbúum.

Auk hjólreiðastígsins er ráðgert að bæta við forgangsakrein fyrir strætisvagna, reisa hljóðmön, byggja útsýnispall og koma á háspennustreng við húsin. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Róbert Guðmundur Eyjólfsson, verkefnisstjóri framkvæmdarinnar, að Reykjavíkurborg hafi reynt að taka tillit til athugasemda íbúanna.

„Nú síðast ákváðum við, í samræmi við ábendingar, að athuga með hæðina á hjólastígnum. Við erum með það í athugun núna,“ segir hann, en von er á niðurstöðu eftir eina til tvær vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert