Gráleitt veður á EM-torginu

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi dregið fólk að EM-torginu á Ingólfstorgi til þess að fylgjast með fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Hollandi.

Þrátt fyrir óspennandi veður voru þó nokkrir dyggir stuðningsmenn mættir á Ingólfstorg til þess að hvetja kvennalandsliðið áfram. Þá var fjöldi erlendra ferðamanna staddur á EM-torginu. Tóku ferðamennirnir virkan þátt í stuðningnum, m.a. víkingaklappinu.

Einnig var þéttsetið innandyra á nærliggjandi stöðum, sem sýndu leikinn. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gerðu sér ferð á EM-torgið til þess að taka stöðuna á því fólki, sem fylgdist með leik íslenska liðsins gegn því franska. Um það er fjallað í máli og myndum í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert