„Höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum“

Bergur Þór Ingólfsson.
Bergur Þór Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008, í samtali við mbl.is. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í gær um uppreist æru eftir að Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, óskaði eftir fundi þess efnis.

Eftir fundinn í gær sagði Svandís meðal annars að ferlið er varðaði uppreist æru hefði verið allt of vélrænt hingað til. Bergur tók undir það og sagði að tekið hefði verið undir margt sem hann og hans fjölskylda hefðu bent á.

Eins og ferli í gegnum bílaþvottastöð

„Það var tekið undir að ferlið hefði verið óeðlilegt. Þarna hefur átt sér stað einhver vélræn hreinsun, eins og í gegnum bílaþvottastöð, varðandi alvarleg mál og alvarlega glæpi. Það er ámælisvert að rannsóknarskylda hinna opinberu aðila skuli ekki vera ofar einhverri hefð sem lítur út eins og algjört andleysi,“ segir Bergur sem hefur gagnrýnt kerfið harðlega eftir að Robert Downey fékk uppreist æru.

Bergur setti fram nokkrar spurningar á Facebook-síðu sinni fyrir fundinn í gær en þar velti hann til að mynda upp hver bæri ábyrgð á framkvæmdinni að Robert Downey fékk uppreist æru. „Þetta hefur áhrif á alla brotaþola og fjölskyldur þeirra, enda hefur síðastliðinn mánuður verið á hvolfi hjá okkur. 

Bergur er inntur eftir því hvort flestir séu ekki sammála honum og hans baráttu; að breyta þurfi kerfinu á einhvern hátt. Hann segir að flestir séu það en ekki hafi allir tjáð sig í þá veru. 

Forsætisráðherra hlýtur að bera ábyrgð

„Þásettur dómsmálaráðherra, núverandi forsætisráðherra, hefur ekkert annað sagt um málið nema að hann hafi tekið þátt í þessu vélræna ferli og hann telji það eðlilegt. Við teljum það ekki eðlilegt og köllum hann til ábyrgðar fyrir að skrifa undir sem sitjandi dómsmálaráðherra. Hann hlýtur að bera ábyrgð og ákvörðunin hlýtur að vera hans, nema hann bendi á forseta Íslands og þá þurfum við virkilega að taka upp umræðuna um hver ábyrgð forseta er,“ segir Bergur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í síðustu viku að hún hygðist leggja fram frumvarp fyrir þing um uppreist æru í haust og að hún teldi rétt að breytingar yrðu gerðar á áratugalangri framkvæmd við veitingu uppreistar æru. „Þetta er gott mál en ég hef ekki séð nánari útfærslur. Ég held að Sigríður sé kona orða sinna og hún sé vinnusöm og röggsöm,“ segir Bergur þegar hann er spurður hvernig orð Sigríðar hljóma í hans eyru.

Baráttunni hvergi nærri lokið

Með myllumerkinu #höf­um­hátt hafa Bergur og fleiri gagn­rýnt stjórn­völd fyr­ir að hafa veitt Ró­bert Dow­ney upp­reist æru. Þar minna þeir einnig á mik­il­vægi þess að krefjast breyt­inga í sam­fé­lagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi. Bergur segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 

„Við höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum. Við eigum eftir að hafa hátt áfram og hvetjum fólk til að gera það varðandi kynferðisbrotamál. Í fréttum fyrir stuttu komu fram tölulegar upplýsingar um það að 20% barnshafandi kvenna á Íslandi verða fyrir ofbeldi. Það er ástæða til að bregðast við því, þessar tölur eru svo rosalegar. Skilaboðin eiga að vera skýr að ofan, þegar svona mál eiga í hlut á að ræða þau og rannsaka en ekki hleypa þeim í gegn fyrir einhverja hefð. Þetta er virkilega aðkallandi mál.“

Bergur bendir á að 169 leiti árlega á neyðarmóttökuna vegna kynferðisofbeldis. „Þetta er ástand og eru 169 fleiri en hafa leitað á neyðarmóttökuna vegna til dæmis hryðjuverka og ætti því að taka fastari tökum. Það ætti að vera unnið í því að breyta þessu. Þess vegna þarf að hafa hátt.“

mbl.is

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nemar sækja í rafbækur

05:30 Sala rafrænna kennslubóka á háskólastigi hefur aukist mikið hjá netversluninni Heimkaupum að undanförnu.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

05:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...