„Höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum“

Bergur Þór Ingólfsson.
Bergur Þór Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008, í samtali við mbl.is. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í gær um uppreist æru eftir að Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, óskaði eftir fundi þess efnis.

Eftir fundinn í gær sagði Svandís meðal annars að ferlið er varðaði uppreist æru hefði verið allt of vélrænt hingað til. Bergur tók undir það og sagði að tekið hefði verið undir margt sem hann og hans fjölskylda hefðu bent á.

Eins og ferli í gegnum bílaþvottastöð

„Það var tekið undir að ferlið hefði verið óeðlilegt. Þarna hefur átt sér stað einhver vélræn hreinsun, eins og í gegnum bílaþvottastöð, varðandi alvarleg mál og alvarlega glæpi. Það er ámælisvert að rannsóknarskylda hinna opinberu aðila skuli ekki vera ofar einhverri hefð sem lítur út eins og algjört andleysi,“ segir Bergur sem hefur gagnrýnt kerfið harðlega eftir að Robert Downey fékk uppreist æru.

Bergur setti fram nokkrar spurningar á Facebook-síðu sinni fyrir fundinn í gær en þar velti hann til að mynda upp hver bæri ábyrgð á framkvæmdinni að Robert Downey fékk uppreist æru. „Þetta hefur áhrif á alla brotaþola og fjölskyldur þeirra, enda hefur síðastliðinn mánuður verið á hvolfi hjá okkur. 

Bergur er inntur eftir því hvort flestir séu ekki sammála honum og hans baráttu; að breyta þurfi kerfinu á einhvern hátt. Hann segir að flestir séu það en ekki hafi allir tjáð sig í þá veru. 

Forsætisráðherra hlýtur að bera ábyrgð

„Þásettur dómsmálaráðherra, núverandi forsætisráðherra, hefur ekkert annað sagt um málið nema að hann hafi tekið þátt í þessu vélræna ferli og hann telji það eðlilegt. Við teljum það ekki eðlilegt og köllum hann til ábyrgðar fyrir að skrifa undir sem sitjandi dómsmálaráðherra. Hann hlýtur að bera ábyrgð og ákvörðunin hlýtur að vera hans, nema hann bendi á forseta Íslands og þá þurfum við virkilega að taka upp umræðuna um hver ábyrgð forseta er,“ segir Bergur.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í Morgunblaðinu í síðustu viku að hún hygðist leggja fram frumvarp fyrir þing um uppreist æru í haust og að hún teldi rétt að breytingar yrðu gerðar á áratugalangri framkvæmd við veitingu uppreistar æru. „Þetta er gott mál en ég hef ekki séð nánari útfærslur. Ég held að Sigríður sé kona orða sinna og hún sé vinnusöm og röggsöm,“ segir Bergur þegar hann er spurður hvernig orð Sigríðar hljóma í hans eyru.

Baráttunni hvergi nærri lokið

Með myllumerkinu #höf­um­hátt hafa Bergur og fleiri gagn­rýnt stjórn­völd fyr­ir að hafa veitt Ró­bert Dow­ney upp­reist æru. Þar minna þeir einnig á mik­il­vægi þess að krefjast breyt­inga í sam­fé­lagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi. Bergur segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 

„Við höfum ekki tæmt úr réttlætisbrunninum. Við eigum eftir að hafa hátt áfram og hvetjum fólk til að gera það varðandi kynferðisbrotamál. Í fréttum fyrir stuttu komu fram tölulegar upplýsingar um það að 20% barnshafandi kvenna á Íslandi verða fyrir ofbeldi. Það er ástæða til að bregðast við því, þessar tölur eru svo rosalegar. Skilaboðin eiga að vera skýr að ofan, þegar svona mál eiga í hlut á að ræða þau og rannsaka en ekki hleypa þeim í gegn fyrir einhverja hefð. Þetta er virkilega aðkallandi mál.“

Bergur bendir á að 169 leiti árlega á neyðarmóttökuna vegna kynferðisofbeldis. „Þetta er ástand og eru 169 fleiri en hafa leitað á neyðarmóttökuna vegna til dæmis hryðjuverka og ætti því að taka fastari tökum. Það ætti að vera unnið í því að breyta þessu. Þess vegna þarf að hafa hátt.“

mbl.is

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...