Lagðist til hvílu í hótelkjallara

Lögregla var kölluð til snemma í morgun vegna karlmanns sem lá sofandi í kjallaragangi hótels í miðborginni. Var hann vakinn af laganna vörðum en í ljós kom að hann var ekki gestur á hótelinu, þótt hann hefði lagst þar til hvílu.

Hótelið hafði engar kröfur í frammi gagnvart manninum og var honum því vísað út og leyft að fara sína leið.

Rétt fyrir kl. 10 var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður í miðborginni. Reyndist hann réttindalaus og sviptur ökuréttindum fyrir skömmu. Var honum leyft að fara að lokinni skýrslutöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert