Vatnslaust þegar slökkvilið mætti

Að sögn lög­regl­unn­ar á Húsa­vík virtist byggingin gjör­eyðilögð við fyrstu …
Að sögn lög­regl­unn­ar á Húsa­vík virtist byggingin gjör­eyðilögð við fyrstu sýn Ljósmynd/Pétur Snæbjörnsson

„Það mátti ekki tæpara standa, ef stúlkan hefði ekki séð eldinn hefði þetta getað farið verr,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihlíðar, en starfs­manna­hús sem stend­ur í ná­grenni hót­els­ins brann í nótt. 

Eld­ur kom upp í starfs­manna­húsi Hót­els Reyni­hlíðar á Mý­vatni um fjög­ur­leytið í nótt. Húsið er talið ónýtt eft­ir eld­inn, en ná­granni sem varð elds­ins var vakti þá starfs­menn sem voru þar inni í fasta­svefni.

Pétur segir að sjö manns hafi verið í fastasvefni í húsinu þegar eldurinn kviknaði, allir séu heilir en í áfalli. Hann segir að steytingsvindur hafi hjálpað eldinum að dreifa sér og náði hann að læsa sig í þakskeggið. „Við erum að bíða eftir rannsakanda, en þetta lítur ekki vel út.“

Slökkvilið Þing­eyj­ar- og Skútustaðahrepps kom fyrst á vett­vang á ein­um dælu­bíl, en um­fang elds­ins var slíkt að kallað var eft­ir tveim­ur bíl­um til viðbót­ar frá slökkviliðinu, sem og slökkvi­bíl og mann­skap frá Húsa­vík og Ljósa­vatns­skarði. Það vildi hins vegar þannig til að vatnslaust var í Reykjahlíðarþorpinu þessa nótt vegna viðgerðar og því ljóst að verr hefði getað farið. 

„Eina útkall slökkviliðsins hér um áratugabil og þá er vatnsveitan í viðgerð. Þeir voru sem betur fer með nóg á tanknum.“ 

Ljósmynd/Pétur Snæbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert