Með haglabyssuskot í bílnum

Um kl. 5 í morgun hafði lögregla afskipti af manni sem sat í bifreið fyrir utan fjölbýlishús í hverfi 109 vegna gruns um að hann hefði á sér ávana- og fíkniefni. Við nánari athugun fundust meint fíkniefni í bifreiðinni en þar að auki var karlmaður með haglabyssuskot í bílnum.

Maðurinn gat ekki gert grein fyrir skotunum en á meðan lögregla ræddi við hann kom annar maður að bílnum, sem einnig reyndist hafa meint fíkniefni á sér. Mennirnir voru handteknir en leyft að fara eftir skýrslutöku.

Í sama hverfi var tilkynnt um sofandi karlmann á hópferðamistöð um kl. 9. Var maðurinn verulega ölvaður og látinn gista fangageymslur, þar sem hann var algjörlega óviðræðuhæfur og ekki fær um að vera meðal almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert