Mikill reykur í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð vegna vinnu á vettvangi.
Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð vegna vinnu á vettvangi. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð eftir að mikill reykur kom upp í göngunum fyrr í dag. Ekki er víst hvort eldur hafi komið upp, en reykjarmökkinn steig frá bifreið í göngunum og eru líkur á að vél bifreiðarinnar hafi brætt úr sér að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Mikið viðbragð var bæði hjá slökkviliði, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi vegna atviksins líkt og alltaf er þegar talin er hætta á ferðum í göngunum. Þrír slökkviliðsbílar fóru í útkallið frá höfuðborgarsvæðinu auk sjúkrabíls og einn slökkviliðsbíll frá Akranesi.

Enn er verið að vinna á vettvangi og göngin eru enn lokuð. Slökkviliðið bendir á Spöl um hvenær göngin verða opnuð að nýju.

Fréttin var uppfærð 18:11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert