Rannsókn lokið - varðhalds krafist áfram

Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal.
Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur

Rann­sókn lög­reglu á dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar er lokið. Einn maður sit­ur í gæslu­varðhaldi, grunaður um að hafa orðið Arn­ari að bana 7. júní síðastliðinn.

Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari að bana. Sveinn var úrskurðaður í varðhald til 21. júlí en hann hefur setið í varðhaldi síðan 8. júní.

Fimm aðrir voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þau eru enn grunuð um aðild að manndrápinu.

Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn staðfesti að lögreglan muni fara fram á áframhaldandi varðhald yfir Sveini. Ekki sé komið í ljós hversu langs varðhalds verði krafist en líklegt að farið verði fram á fjögurra vikna varðhald.

Hann segir að rannsakendur eigi eingöngu eftir að fá send síðustu gögn málsins. Að því loknu verði málið sent áfram til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort og hverjir verða ákærðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert