Spásseruðu við Reykjanesbraut

Lögreglu barst tilkynning stuttu eftir klukkan fjögur í nótt um …
Lögreglu barst tilkynning stuttu eftir klukkan fjögur í nótt um tíu hross sem spásseruðu við Reykjanesbraut. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lögreglunni í Kópavogi barst tilkynning í nótt um hross sem gengu laus á svæði þar sem Reykjanesbraut og Nýbýlavegur mætast. Höfðu hrossin losnað úr gerði hestamannafélagsins Sprettur í Garðabæ.

Stuttu eftir klukkan fjögur í nótt fór lögreglan á staðinn þar sem um tíu hross spásseruðu við Reykjanesbraut. Ekki er vitað hversu lengi þau voru þarna en það hefur tekið þau dágóðan tíma að ganga frá hesthúsunum á Andvaravöllum. 

Lögreglan hafði samband við eigendur sem komu og sóttu þau en ekki er vitað hvernig stóð á því að hrossin gengu laus.

Hrossin fundust á því svæði þar sem Reykjanesbraut og Nýbýlavegur …
Hrossin fundust á því svæði þar sem Reykjanesbraut og Nýbýlavegur mætast en þau gengu alla leiðina frá Andvaravöllum í Garðabæ. Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert