Uppgreftri á Dysnesi að ljúka

Frá uppgreftrinum í Dysnesi við Eyjafjörð.
Frá uppgreftrinum í Dysnesi við Eyjafjörð. Ljósmynd/Hildur Gestsdóttir

Stefnt er að því að ljúka uppgreftri við Dysnes í Eyjafirði í þessari viku. Þetta segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands.

Um mánuður er síðan víkingasverð fannst í bátskumli á svæðinu og hófst eiginlegur uppgröftur nokkrum dögum síðar. Af sex kumlum á svæðinu er búið að grafa fjögur upp og hið fimmta er langt komið.

Hildur segir síðasta kumlið komið styttra á leið og útilokar ekki að eitthvað nýtt finnist í því. Svo virðist sem þrjú kumlanna geymi mann og hest og standa vonir til að eitthvað finnist af heillegum hestabeinum í því síðasta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert