Veita starfsfólkinu áfallahjálp eftir brunann

Það hefði getað farið mun verr í nótt ef nágranninn …
Það hefði getað farið mun verr í nótt ef nágranninn hefði ekki séð og tilkynnt brunann. Ljósmynd/Pétur Snæbjörnsson

Sjálfboðaliðar frá Húsvíkurdeild Rauða krossins auk áfallateymis frá Akureyri sinna starfsfólki Hótels Reynihlíðar en starfs­manna­hús sem stend­ur í ná­grenni hót­els­ins brann í nótt.   

Greint var frá því á mbl.is að eld­ur hefði komið upp í starfs­manna­húsi Hót­els Reyni­hlíðar á Mý­vatni um fjög­ur­leytið í nótt. Húsið er talið ónýtt eft­ir eld­inn, en ná­granni sem varð elds­ins var vakti þá starfs­menn sem voru þar inni úr fasta­svefni.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að fólkinu hafi einnig verið útvegaður fatnaður og öllu starfsfólki boðinn sálrænn stuðningur. 

„Við báðum þau að koma og veita þeim áfallahjálp hjá okkur,“ segir Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri en starfsmennirnir sjö munu gista á hótelherbergjum á næstunni. Hann segir að lögreglan sé enn að sé störfum í húsinu sem brann og að hann hafi ekki séð ástand þess enn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert