Breytingar feli í sér skerðingu á búsetuskilyrðum

Um 600 manns undirrituðu áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar um að …
Um 600 manns undirrituðu áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar um að endurskoða breytingar á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Breytingin felur meðal annars í sér að skólaakstur í grunnskóla eykst úr þremur árum í fimm sem mörgum finnst vera skerðing á búsetuskilyrðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar í Fjallabyggð afhentu í dag bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem þeir formlega mótmæla breytingum á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Um 600 manns eða tæplega 40 prósent íbúa skrifuðu undir.

Tilefni undirskriftasöfnunar er mikil óánægja meðal íbúa Fjallabyggðar með ákvörðun bæjarstjórnar um breytta fræðslustefnu sveitarfélagsins. Felur breytingin meðal annars í sér að börn í 1.-5. bekk fái kennslu á Siglufirði en kennsla í 6.-10. bekk færi fram á Ólafsfirði. Þýðir það að skólaakstur í grunnskóla eykst úr þremur árum í fimm og finnst mörgum það vera skerðing á búsetuskilyrðum.

Íbúum finnst bæjarstjórn ekki hafa tekið tillit til þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið og er undirskriftasöfnunin ákall til þeirra að endurskoða breytingarnar og setja þær á bið þar til bæjarbúum hefur gefist kostur á að greiða atkvæði um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert