Aukaverkanir legsigs- og þvagblöðruaðgerða

Gunnar segir Skota og Breta hafa farið of geyst af …
Gunnar segir Skota og Breta hafa farið of geyst af stað. mbl.is/Golli

Yfir 800 breskar konur hafa kært heilbrigðisyfirvöld vegna aukaverkana eftir aðgerðir vegna þvagblöðru- og legsigs. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Örfáar slíkar aðgerðir hafa verið gerðar hér á landi.

Málsmetandi læknar og prófessorar á Bretlandi kalla eftir opinberri rannsókn á aðgerðunum. Konurnar 800 eru hluti þeirra sem hafa undirgengist aðgerð sem kallast „vaginal mesh implants“. Að sögn Gunnars Herbertssonar kvensjúkdómalæknis eru í slíkum aðgerðum notuð sérhönnuð plastnet úr polypropilene.

„Bretar og Skotar hafa notað þessa aðferð í of miklum mæli. Það heppnast betur að nota polypropilene í aðgerðum í dýpri vefjum og á milli þykkra vefja eins og gert er með góðum árangri í kviðslitsaðgerðum,“ segir Gunnar og bendir á að ekki sé gott að nota polypropilene ef það liggur nálægt húð. Þá sé hætta á að plastið fari í gegnum húðina og valdi skaða.

„Það var farið of geyst af stað, sérstaklega í Skotlandi þar sem búið er að banna þessar aðgerðir. Bretland og Bandaríkin gera þessar aðgerðir enn í miklum mæli, segir Gunnar og bætir við að þrýstingurinn sé mikill þegar kemur að því að lagfæra þvagblöðru og legsig. Lífsgæði kvenna sem kljást við þennan kvilla séu ekki nægilega mikil.

Íslenskir læknar tóku þá ákvörðun að nota ekki polypropilene fyrr en rannsóknir væru lengra á veg komnar varðandi aukaverkanir í aðgerðunum. Þetta gerðu þeir í samstarfi við norræna lækna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert