Lundúnabruni og mygla eykur sölu

Framleiðslan stendur stutt við þessi misserin. Einar Einarsson framkvæmdastjóri og …
Framleiðslan stendur stutt við þessi misserin. Einar Einarsson framkvæmdastjóri og Magnús Sigfússon sölustjóri sjá tækifæri til aukningar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sú mikla umræða um brunavarnir sem orðið hefur í kjölfar stórbrunans í Lundúnum á dögunum og ennþá frekar um myglufaraldurinn sem gosið hefur upp hér á landi getur gefið markaðsstarfi Steinullar hf. á Sauðárkróki byr undir báða vængi. En þar er framleidd óbrennanleg einangrun í hús.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Sigfússon, sölustjóri Steinullar, að alltaf þegar stórbrunar verði gjósi upp umræða um brunavarnir.

Þá segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, þá merkja mikla aukningu í sölu á veggplötum, en hún hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Er meðal annars hægt að rekja þá miklu sölu til þeirrar umræðu sem verið hefur um myglu í húsum hér á landi að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert