Mengun ekki yfir mörk á Ylströnd

Ylströndin í Nauthólsvík.
Ylströndin í Nauthólsvík. mbl.is/Styrmir Kári

Saurkólígerlamengun við Faxaskjól var yfir mörkum í sýni heilbrigðiseftirlitsins sem er var tekið 19. júlí. Þeir voru 2.000 í 100 ml. Daginn áður, 18. júlí, þegar neyðarlokan var opnuð við dælustöðina í Faxaskjóli voru þeir heldur fleiri eða 71.000/18.000 saurkólígerlar/enterokokkar í 100 ml. 

Tekið skal fram að sýnin 19. júlí eru bráðabirgðasýni. 

Í lóninu á Ylströndinni í Nauthólsvík mældist saurkólígerlamengun 2/100 ml. 19. júlí síðastliðinn. 

Hér má sjá helstu niðurstöður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert