Opnað fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri

Miklir vatnavextir í ám og vötnum hafa haft áhrif á …
Miklir vatnavextir í ám og vötnum hafa haft áhrif á umferð um Fjallabaksleið nyrðri. Vegurinn hefur vrið opnaður en fólk er hvatt til þess að gæta varúðar keyri það um svæðið á minni bílum. mbl.is / Ragnar Axelsson

Opnað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri milli Hólaskjóls og Landmannalauga en henni var lokað vegna mikilla vatnavaxta á svæðinu. Fólk er hvatt til þess að keyra ekki enn um veginn á minni bílum.

„Það er ennþá töluvert meira í vöðum heldur en venjulega,“ segir Valdimar Kristjánsson landvörður á svæðinu. Vöxtur hefur orðið í Kýlingarvatni, Kirkjufellsósi og Jökuldölum vegna mikillar rigningar síðustu daga og vatnavaxta í ám.

Valdimar segir að vatnavextir í Tungnaá, sem rennur í Kýlingarvatn, valdi því að vatnið sé komið töluvert yfir bakka sína og flæði inn á veginn. Er fólk hvatt til þess að gæta varúðar og forðast að keyra um á minni bílum vegna hættu á að festast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert